Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 337
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
333
unartíma snertir skiptast þau í tvo skýrt afmarkaða flokka. Sex fyrstu
verkin eru frá Karlungatímabilinu og er hið elsta þeirra frá fyrstu árum
9. aldar og hið síðasta samið árið 882. Síðan tekur við þriggja alda hlé,
og veit ég ekki um neinn ‘furstaspegil’ frá því tímabili. í seinni flokkn-
um eru rúmlega tíu verk og er hið elsta þeirra frá því um 1180 og hið
síðasta samið um svipað leyti og Konungsskuggsjá, þ.e.a.s. upp úr
miðri 13. öld, en bókmenntagreinin hélt síðan áfram án þess að nokk-
urt hlé yrði.
Þegar á lengd ritunartímans er litið - fjórar og hálfa öld - verður
naumast sagt að þessi verk séu mjög stór og umfangsmikil bókmennta-
grein. Hins vegar eru þau svo sundurleit og ólík innbyrðis, að oft er
erfitt að sjá hvað þau eiga sameiginlegt eða hvað kann að tengja þau
landskonung (óútgefinn, sbr. Wilhelm Berges, tilv. rit, bls. 296).
10. Giraldus Cambrensis, De principis instruclione, lokiö um 1217 (G.F. Warner, Gir-
aldi Cambrensis opera VIII, London 1891).
11. Guilelmus Brito (Guillaume le Breton), La Philippide (Philippis), samin um 1214-
1224 fyrir Lúðvík 8. Frakklandskonung (H.F. Delaborde, Oeuvres de Rigord et de
Guillaume le Breton, 2, Publications de la Société de l’histoire de France, 69, París
1885).
12. Jóhannes frá Viterbo, Liber de regimine civitatum, samin um 1228 (Johannis Viter-
bensis Liber de regimine civitatum curante Caietano Salvemini, Bibl. juridica medii
aevi, ed. A. Gaudentius, Bononiae 1901. Sjá einnig F. Hertter, Die Podestá-litteratur
Italiens im 12. und 13. Jahrhundert, Leipzig 1910, bls. 43-72).
13. Jaime I. af Aragon, Libre de saviesa ó doctrina, samin um 1246 fyrir syni konungs
(útg. J.M. Castro y Calvo, Barcelona 1946).
14. Libro de la nobleza y lealtad, samin 1250-60 fyrir Fernand 3. af Kastilíu (sbr. Ber-
ges, tilv. rit, bls. 299).
15. Robert de Blois, L'enseignement des princes, samið um miðbik 13. aldar (sbr. John
Howard Fox, Robert de Blois, son oeuvre didactique et narrative, París 1948).
16. Jean de Limoges, Morale somnium pharaonis, sive de regia disciplina, samið 1255-
60 fyrir Thibaud konung af Navarra (J.A. Fabricius, Codex pseudepigraphicus veter-
is testamenti I, Hamborg 1722, bls. 441-496).
17. Guibert frá Toumai, Eruditio regum et principum, samið fyrir Lúðvík helga og dag-
sett í október 1259 (A. de Poorter, Le traité Eruditio regum et principum de Guibert
de Tournai, Les philosophes belges 9, Louvain 1914).
18. Prjú brot úr ófullgerðu verki eftir Vincentius frá Beauvais, sem var í undirbúningi
um miðbik 13. aldar og ætlað Lúðvíki helga og Thibaud konungi af Navarra (sbr.
Wilhelm Berges, tilv. rit, bls. 185 og 303):
a) Vincentius af Beauvais, De eruditione filiorum nobilium (eða regalium) (útg.
Arpad Steiner, Cambridge, Mass. 1938).
b) Vincentius frá Beauvais, De morali principis instructione.
c) Pseudo-Thomas, De eruditione principum.