Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 30
26
GRIPLA
stórmerka ferðabók þeirra félaga, sem út kom í Sórey árið 1772, þar
sem gerð er hin ágætasta grein fyrir rannsóknum þeirra. Var sú bók
um langan aldur grundvallarrit fyrir þá útlendinga, sem þurftu og hirtu
um að fræðast um ísland og íslenska landshagi, enda var ritið snemma
þýtt bæði á þýsku, ensku og frönsku. í þriðja lagi skal svo nefnd starf-
semi landsnefndarinnar fyrri, sem sat á rökstólum 1770-1771 og fjallaði
framar öllu um íslensk efnahagsmál. Að lokinni rækilegri gagnasöfnun
og umfjöllun um hag Iandsins skilaði nefndin skýrslu til danskra stjórn-
valda. Er þar brotið upp á ýmsum nýjungum, sem sumar hverjar áttu
framtíð fyrir sér. Á grundvelli skýrslunnar var gefinn út konungs-
úrskurður um ráðstafanir til viðreisnar íslands 21. mars 1774.32 Kveður
þar talsvert við annan tón en oft endranær, bæði fyrr og síðar, í plögg-
um danskra stjórnvalda. Jafnvel launverslun íslendinga við erlendar
þjóðir, sem áður hafði verið kaupmönnum og stjórnvöldum mikill
þyrnir í augum, er talin bæði óveruleg og ósaknæm. Sérstakur kafli
(Art. XII) er þar um íslenska steina og jarðvegstegundir á íslandi, sem
kunni að mega nýta, en ekki er þar nefndur postulínsleir eða svokölluð
bleikja, sem kemur síðar við sögu í þessari ritgerð. í Ferðabók Eggerts
og Bjarna er allnákvæm lýsing á ýmsum íslenskum leirtegundum, þar á
meðal bleikju, sem sögð er hafa fundist í Mókollsdal í Fellssókn í
Strandasýslu:
Tvö afbrigði eru til af henni, annað er hvítt og fíngert, en hitt er
bleikt eða gulleitt og oft dálítið grófara. Fíngerða afbrigðið er
límkenndara og seigara en hitt og þolir allvel eld og ólgar ekki í
saltpétursýru. Það er bragðlaust að mestu, en þurrt og barkandi.
Bleika afbrigðið er lítið eitt súrt. Margir nota það bæði sem duft
og plástra við sár og meiðsli, og reynist það vel, og til þeirra
hluta sækja menn bleikjuna langt að.
Að lokum er sögð grátbrosleg saga af leiguliða einum, sem hug-
kvæmdist ‘að gjalda landsdrottni sínum bleikju í staðinn fyrir smér, því
að torvelt er að þekkja það sundur, ef fljótt er á litið.’ En upp komast
Minna en vænst var var að græða á Victor P. Christensen, Den kgl. danske Porcelains-
fabrik i 18. Aarhundrede, Khöfn 1938.
32 Lovsamling for Island IV, bls. 34-50. (Kongelig Resolution ang. Foranstaltninger
til Islands Opkomst).