Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 330
326
GRIPLA
kenningu m.a. til að tímasetja verkið, sem ætti samkvæmt henni að
hafa verið samið á námsaldri konungssonanna.8
En ýmsir fræðimenn eru þó á annarri skoðun og telja að Konungs-
skuggsjá sé fyrst og fremst pólitískt rit. Eirik Vandvik leit svo á að í
dæmisögunum um Sál, Davíð og Salómon í þriðja hluta verksins, kon-
ungsbálkinum, væri höfundurinn í raun og veru að rekja stjórnmálaat-
burði frá dögum Sverris konungs, og jafnframt að segja skoðun sína á
þeim, á eins konar biblíu-táknmáli. Væru þessir konungar Gamla
testamentisins ekki annað en Sverrir konungur og samtímamenn hans í
dularklæðum.9 í samræmi við þessa kenningu sína áleit Vandvik, að
formálinn og þriðji hlutinn væru hin eiginlega ‘Konungsskuggsjá’, sem
hefði verið samin á dögum Sverris, en hinum hlutum verksins hefði
verið bætt við síðar.10 Johan Schreiner kallaði Konungsskuggsjá bein-
línis ‘deilurit’ og taldi hann að verkið hefði verið skrifað í sambandi
við deilur Hákonar konungs og erkibiskups á árunum eftir 1250.11
í doktorsritgerð sinni um stjórnmálakenningar Konungsskuggsjár
forðast Sverre Bagge að setja fram ákveðnar kenningar um tilgang
verksins. Hann telur þó að það geti ekki beinlínis talist ‘deilurit’12 og
8 Anne Holtsmark fullyrðir t.d.: ‘Kgs. er lærebok for kongesonner; i 1240-50 árene
faller skolealderen for Hákon Hákonss0nns sönner Hákon unge, 1232-57, og Magnus
Lagab0ter, 1238-80’. ‘Kongespeillitteratur’, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middel-
alder IX, 1964, 66.
9 Vandvik kallaði þessar dæmisögur ‘kamuflert Norgessoge’: ‘Det er menn og hend-
ingar frá kong Sverres dagar som stig fram or soge etter soge for den som ‘glosar’. Pa-
lestina blir Noreg, bibelske kongar og hovdingar blir Sverre Sigurdsson, Magnus Er-
lingsson osv. Det er ein bibel-allegori. . .’ Eirik Vandvik, ‘Gáter i Kongsspegelen’, Stu-
dier, bls. 63-64.
10 ’Bolken om kongen er det opphavlege Konungs Skuggsiá; den boka er skriven i eit
av dei aller fyrste ára etter 1194, og ho synest vera laga eller iallfall inspirert av same
mannen som har fátt æra for ‘Ein tale mot biskopane’. Dei to fyrste hovudbolkane er
skrivne under Hákon Hákonsson, venteleg vinteren 1250-51’. Sama stað, bls. 70.
11 Johan Schreiner, ‘Kongespeilet som kampskrift’, Studier, bls. 31-35. Schreiner tel-
ur að þessu ‘deiluriti’ kunni að hafa verið ætlað að hafa áhrif á ríkisarfann, Magnús Há-
konarson, þannig að hann hafnar ekki kenningu Paasches beinlínis. En ‘kennslubók’ og
‘deilurit’ eru samt tvennt nokkuð ólíkt.
12 ’Riktignok er ikke Kongespeilet noen politisk pamflett; med sitt omfattende inn-
hold av moralsk, naturvitenskapelig og politisk art er det utvilsomt beregnet pá á ha
aktualitet langt ut over forfatterens egen samtid’, en Sverre Bagge bætir því þó við að
höfundurinn hafi engu að síður sagt skoðanir sínar á deilumálum samtíðarinnar. (Sverre
Bagge, Den politiske ideologi i Kongespeilet, Bergen 1979, bls 559). Sbr. einnig: ‘vi har
tidligere vært inne pá Schreiners oppfatning av Kongespeilet som hovedsakelig et kamp-