Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 95
UM DANAKONUNGA SÖGUR
91
ania 1879). Gustav Storm getur þess (bls. 11) að ‘Arne Magnusson har
skilt de to Stykker, som fulgte efter hinanden i Codex; men det er
aabenbart, at de hdre sammen.’ í eftirriti Árna er autt bil milli ættar-
tölunnar og þess sem á eftir fer, sem svarar til fjögurra lína; strik er
dregið undir síðustu línu í ættartölunni og þar undir skrifað: ‘Ex eodem
Codice’ (þ.e. úr sama handriti). Þetta bendir eindregið til, að ættartal-
an og króníkan, sem hér á eftir verður nefnd konungatal, hafi verið
aðskildar í handritinu. Ljóst er af stafsetningu í eftirriti Árna, að báðir
hlutar hafa verið skrifaðir af sama manni, en að öðru leyti er ekkert
sem styður þá hugmynd, að ættartalan hafi frá upphafi fylgt konunga-
talinu, og raunar er augljóst, að þarna er um tvö rit að ræða: ættartöl-
una og konungatalið. T.d. segir um Sigurð hring í ættartölunni:
Ráðbarðr konungr í Hólmgarði fekk Unnar, dóttur ívars ins víð-
faðma. Þeira son var Randvér, bróðir Haralds hilditannar. Hans
son var Sigurðr hringr . . .
En í konungatalinu stendur:
Þann Sigurð segja menn verit hafa bróðurson Haralds hilditann-
ar.
í athugasemd á eftir texta konungatalsins getur Árni Magnússon
þess, að þrjú blöð hafi verið skorin úr skinnbókinni, en var óviss um
hvort eitthvað hefði verið skrifað á þau (‘in qvibus an aliqvid exaratum
fuerit incertum est’), og einnig var hann í vafa um hvort eitthvað vant-
aði aftan af textanum. Hann hefur síðan sett hornklofa fyrir framan og
aftan athugasemdina og bætt við: ‘nihil deesse puto’ (þ.e. ég hygg að
ekkert vanti). Gustav Storm gerði ráð fyrir, að þar sem ættartalan end-
aði á Ingibjörgu drottningu í Noregi (1263-1280) og bræðrungi hennar,
Eiríki Kristóferssyni (1259-1286) mundi ritið hafa verið sett saman
milli 1263 og 1286 (1280).33 Bjarni Guðnason tekur undir þessa tíma-
setningu, en bendir á, að Ingibjörg dó ekki fyrr en 1287. Bjarni stingur
upp á að Sturla Þórðarson hafi tekið þetta ritkorn saman til að gleðja
Ingibjörgu drottningu.
Við þetta er ýmislegt að athuga. í konungatalinu, frá Haraldi blá-
tönn til Knúts Valdimarssonar, er þess getið um alla konunga hve
lengi þeir ríktu. En um Valdimar gamla Valdimarsson er þetta ekki
33 Forhandlinger i Videnskabs-Selskabet i Christiania Aar 1878, Christiania 1879, bls.
11-12.