Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 18
14
GRIPLA
nú niðr. Þeir Þorvaldr ok Þórhallr hgfðu þetta fyrir kallsi ok
kglluðu hann Þorstein stangarhggg.12 - Litlu fyrir jól um vetrinn
risu konur til verks í Sunnudal. Þá stóð Þorsteinn ok upp ok bar
inn hey ok lagðisk síðan niðr í bekk. Nú kemr Þórarinn karl inn-
ar, faðir hans, ok spurði, hverr þar lægi. Þorsteinn sagði til sín.
„Hví ertu svá snimma á fótum, sonr?“ sagði Þórarinn karl. Þor-
steinn svarar: „Við fá þykki mér at meta þat, sem hér er at
vinna,“ sagði Þorsteinn. „Er þér ekki illt í hgfuðbeinunum,
sonr?“ kvað Þórarinn karl. „Eigi kenni ek þess,“ sagði Þor-
steinn. „Hvat segir þú mér, sonr, af hestaþinginu, því er í fyrra
sumar var? Vartu ekki lostinn í svíma, frændi, sem hundr?“
„Engi þykki mér virðing í vera,“ sagði Þorsteinn, „at kalla þat
heldr hpgg en atburð.“ Þórarinn mælti: „Ekki mundi mik þess
vara, at ek munda ragan son eiga.“ „Mæl þú þat eitt um nú, fað-
ir,“ sagði Þorsteinn, „er þér þykkir eigi ofmælt síðar.“ „Ekki
mun ek hér svá mikit um mæla,“ sagði Þórarinn, „sem mér er at
skapi.“13
Allir vita, hvert stefnir, þegar slík frýjuorð eru við höfð í fornsögu,
þó að þátturinn endi raunar með sáttum Þorsteins stangarhöggs og
Bjarna Brodd-Helgasonar að lokinni riddaralegri viðureign þeirra, eft-
ir að Þórður húskarl Bjarna og uppaustrarmennirnir Þorvaldur og Þór-
hallur hafa fengið að hníga í gras.
YNGSTU HEIMILDIR UM HESTAVÍG
Með fornri íslenskri sagnaritun lýkur að segja frá hestavígum. Þau
virðast t.d. aldrei nefnd í íslenskum annálum, hvorki fornum né í ann-
álum 1400-1800, sem flestir hafa nú verið prentaðir. Alger undan-
tekning er frásögn Jóns Espólíns af hestavígi, sem hann telur hafa farið
fram á Bleiksmýrardal 1623 eða skömmu síðar. Þar sem sú frásögn á
að vera þungamiðja þessarar ritgerðar, verður betur að henni vikið
síðar.
Þó að beinar heimildir og frásagnir skorti, má hiklaust gera ráð fyr-
ir, að hestavíg hafi haldist á íslandi fram yfir siðaskipti. Að slepptri
12 Annars staðar kemur fram, að hestastafurinn er einnig kallaður stöng. Sbr. íslenzk
fornrit X, bls 182.
13 íslenzk fornrit XI, Rvík 1950, bls. 69-70.