Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 43
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
39
Vind sem sagt er Vind hólar séu vidkéndir, og att var vid Bleik
Sveins ríka á Illhugastödum cfr. pag. 5650 sem drapst á Bleiks-
mýrardal. Þad var seinast Hestavig hér, Sigmundr átti mörg
börn, Árna, Gudrúnu etc.56
En undir dálki 5650 segir svo:
Sigrídr (Kolbeinsdóttir Eiríkssonar) átti Svein á Illhugastöðum
Magnússon Þorlákssonar p 5251 þeirra afqvæmi þar.
Undir dálki 5251 er gerð grein fyrir Þórdísi, konu Tómasar, sonar
Sveins á Illugastöðum Magnússonar. Séu þessi orð Jóns Espólíns í
Ættartölunum um Svein Magnússon borin saman við ættrakninguna,
sem kemur fyrir undir lokin í frásögn Jóns Espólíns í Árbókunum, til
Sveins lögmanns Sölvasonar (d. 1782), verður ekki betur séð en Sveinn
Magnússon, langafi Sveins Sölvasonar, sé dóttursonarsonur Sveins
n'ka á Illugastöðum Jónssonar. Ættartölur Espólíns eru hinu sama
marki brenndar sem flest önnur gömul ættartölurit, að erfitt er að átta
S1g á tímatali þeirra nema með því að draga saman meiri og minni efni-
V1ð til samanburðar, ef hann er þá fáanlegur. Einhver tvískinnungur
fínnst mér vera í Ættartölum Espólíns annars vegar og í Árbókum
bans hins vegar í hugmynd höfundarins um, hvenær þeir voru uppi
hvor um sig, Sveinn Jónsson og Sveinn Magnússon, sem báðir virðast
hafa búið á Illugastöðum. Ég læt þó ættfræðingum eftir að greiða úr
þVl máli. Það breytir hvort sem er engu um það, hver var heimild Jóns
Espólíns fyrir síðasta hestavígi á íslandi.
Þeir, sem þekkja til skýrslugerðar íslenskra yfirvalda til danskra
stjórnvalda í Kaupmannahöfn á 18. öld, furða sig ef til vill á því, að
Jón Jakobsson skuli hafa sent rentukammerinu þær þrjár skýrslur um
jarðvegsefni, sem hér hafa verið birtar, á íslensku. Ástæðuna tel ég
hiklaust vera þá, að sýslumaður veit sem er, að Jón Eiríksson konfer-
ensráð hefur persónulega áhuga á, að rannsökuð séu ýmis jarðvegsefni
a Islandi. Að baki þessara rannsókna lá sennilega ekki framar öllu
hreinn vísindalegur áhugi, heldur ekki síður viðleitni til að fitja upp á
einhverjum nýjungum, sem verða mættu liður í eflingu atvinnuvega
Sonarsonur þessa Sigmundar gæti verið Sigmundur sá Árnason, sem býr á Garðsá
1703, 44 ára að aldri (Manntal á íslandi 1703, Rvík 1924-1947, bls. 343). Þeir, sem nota
Ættartölur Jóns Espólíns, komast brátt að raun um, að þar nægir að vísa til dálka.