Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 349
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
345
göngu í hirðina, og litið er á öll mál frá sjónarmiði hirðmannsins sjálfs.
Þar eru t.d. heilmiklar ráðleggingar fyrir mann, sem kemur í fyrsta
skipti í konungsgarð og vill því vita hvernig hann á að koma fram,
hvaða afstöðu hann á að hafa gagnvart öðrum og hvenær og hvernig
hann á að ávarpa konung til að biðja um inngöngu.54 Kaflar af þessu
tagi eiga sáralítið eða ekkert erindi í ‘furstaspegla’, enda er þá ekki að
finna í slíkum ritum: þeir eru miklu skyldari einhvers konar ‘Corteggi-
ano’. Niðurstaðan verður því sú, að stór hluti Konungsskuggsjár sé al-
veg fyrir utan ramma ‘furstaspeglanna’ og heildarbygging verksins eigi
ekkert skylt við þau rit.
3) Þá er eftir konungsbálkurinn: það er eini hluti verksins, sem er í
raun og veru hægt að bera saman við erlendu ritin, því að í honum er
að finna flest þau efnisatriði, sem fjallað er um í ítarlegustu ‘fursta-
speglum’ Vesturlanda. Anne Holtsmark kallaði þennan bálk líka ‘hina
eiginlegu Konungsskuggsjá’,55 og Eirik Vandvik hélt því meira að
segja fram að titillinn ætti einungis við hann - hinir bálkarnir tveir
væru seinni tíma viðbætur.56 Það er því rétt að athuga nánar hver er
staða konungsbálksins innan verksins og hvort hægt er að líta svo á að
hann sé einhvers konar ‘Furstenspiegel’ felldur inn í heild, sem sé ann-
ars eðlis.
Nú vill svo til að konungsbálkurinn er, eins og hinir bálkarnir tveir,
samtal milli ‘föður’ og ‘sonar’ og þannig ótvírætt hluti af heildarbygg-
ingu verksins. En sé það fyllilega eðlilegt fyrir þessar tvær persónur að
ræða um kaupmenn og hirðmenn, þar sem ‘sonur’ ætlar að verða hvort
tveggja á sínum framaferli, gegnir öðru máli um konunginn: það um-
ræðuefni er greinilega nokkuð fyrir utan aðalefni bókarinnar, eins og
það var skilgreint í upphafi. Inngangsorð konungsbálksins benda líka
til þess að hann sé í rauninni nokkurs konar innskot eða frávik frá að-
54 Hins vegar er ekki að finna í Konungsskuggsjá neinar ráðleggingar handa konungi
um val á hirðmönnum og ráðgjöfum né viðvaranir við hættum, sem af undirferli þeirra
og smjaðri gæti stafað. En ‘sonur’ er á einum stað varaður við prettum annarra hirð-
manna (Konungs skuggsiá, bls. 47-48).
55 ’2. del er om kongsmannen og ender med det egentl. speculum regale, om kon-
gen’. (Kulturhistorisk leksikon IX, 63).
56 Eirik Vandvik, ‘Gáter i Kongsspegelen’ og ‘A new approach to the Konungs
Skuggsiá’ í Studier, bls. 63-70 og 71-79. Sbr. t.d.: ‘Bolken om kongen er det opphavlege
Konungs Skuggsiá’ (bls. 70), og ‘The title Konungs Skuggsiá, Speculum regale, seems
very far-fetched as applied to the first main part of the tripartite dialogue, whereas it is
completely relevant to the third dialogue’ (bls.75).