Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 59
UM ÞRÓUN ÖRVAR-ODDS SÖGU
55
með tilliti til þess að þessi kafli stendur fremst í langri röð ævintýra,
sem ná hámarki sínu löngu seinna, væri kannski eins rétt að kalla kafl-
ann í heild ’kvalifíserandi próf: örvagjöfin og nafngiftin tákna viður-
kenningu hetjuhlutverks sem er forsenda þess sem kemur á eftir.
Annar kafli í miðhlutanum er heldur flókinn og er auðséð að upp-
runalega sagan hefur þar blandast ýmsu öðru efni: annaðhvort hrein-
um uppspuna söguritarans eða sögum sem upprunalega eiga heima
annarsstaðar, og ber þar einkum að nefna hetjusögu um Hjálmar og
Sámseyjarbardaga. Þegar Oddur hefur verið kyrr í Hrafnistu um
stundar sakir, koma næst tvö víkingaævintýri, sem hafa ekkert beint
samband við aðra hluta sögunnar og má telja innskot eða milliliði. Þá
er komið að átökum og fóstbræðralagi við Hjálmar og Þórð stafn-
glámu, og er það byrjun langrar raðar ævintýra, sem ná hámarki í við-
skiptum við Ölvöru og enda á Sámseyjarbardaga, dauða Hjálmars og
ferðinni til Svíþjóðar (kaflann frá Sámseyjarbardaga til Svíþjóðarferð-
ar vantar að vísu í S, en hann hlýtur samt snemma að hafa fylgt sög-
unni).
I öðrum kafla miðhlutans er um að ræða fjölbreytta víkingaferð,
sem að verulegu leyti vantar innra samhengi; margir atburðir sem ger-
ast þar eru meira eða minna einangraðir, hafa ekkert beint samband
hver við annan, og á þetta meðal annars við orrustu Odds og Ög-
mundar Eyþjófsbana, sem síðar verður að mikilsháttar efni í yngri
gerð (sjá síðar). Þó er ljóst, að kjarni máls í öllum kaflanum eru at-
burðirnir kringum írsku kóngsdótturina, skyrtu sem hún lætur sauma
handa Oddi (sem ekkert bítur á) og konungsríki sem hann fær með
henni. Aftur eru það einkenni ævintýrisins, sem hér skipta mestu máli:
að hetjan fær að lokum bæði konungsdóttur og konungsríki, er eitt-
hvert mikilvægasta atriðið í skrá Propps (Ht), en hér er það tengt at-
riðinu um mikilsháttar (töfra)hlut sem hetjan nær og bætir með því úr
skorti/skaða (L hjá Propp). Samkvæmt Greimas mætti kalla það ‘úr-
slita- eða aðalpróf: Oddur sannar með sigri á írum að hann er hetja,
og þó að hann yfirgefi kóngsdótturina eftir þrjú ár, heldur hann skyrt-
unni sem ekkert bítur á og er forsenda þess að hetjulífið geti haldið
áfram með glæsibrag.
Eftir dvölina í Svíþjóð og dráp Sæviðar ræðst Oddur í ferðalag til
Suðurlanda, heyr ósköpin öll af bardögum við ræningja og illmenni, en
stundum við höfðingja, dvelst eitt misseri í klaustri á Sikiley og tekur
kristna trú, fer austur á Jórsalaland (Palestínu) og þaðan til Ungverja-