Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 29
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
25
Postulínsgerð Dana er ekki sérlega gömul, og í þeirri iðngrein hafa
sannarlega skiptst á skin og skúrir, eins og við vill brenna í flestum at-
vinnugreinum. En hvað sem efnahagsmálum líður, mun óhætt að telja
danskt postulín háþróaðan listiðnað. Hugmyndir um steinefni á ís-
landi, sem kynnu að koma þessari iðngrein að notum, skutu tiltölulega
fljótt upp kollinum. íslendingar og menn, sem kunnu skil á íslenskum
efnum, komu snemma við sögu danskrar postulínsgerðar.
Fyrstu tilraunir til postulínsframleiðslu í Danmörku eru taldar hafa
farið fram árið 1731, en hvort tveggja er, að heimildir eru rýrar um
þessa tilraun og engin sýnishorn eru til af framleiðslunni. En árið 1759
hóf franskur maður að nafni Louis Fournier postulínsframleiðslu í
Danmörku. Þó að starfsemi hans stæði aðeins fram til ársins 1765, bar
hún ágætan árangur, og þau fáu eintök, sem enn eru til af framleiðslu
Fourniers, þykja nú hinir merkustu safngripir. En árið 1765 kemur til
sögunnar danskur efnafræðingur og lyfsali að nafni Frantz Henrich
Muller og tekur við ofnum og framleiðsluaðstöðu Fourniers. Leiddu
þessi eigendaskipti brátt, en þó eftir vonsvik um söfnun nægilegs hluta-
fjár, til stofnunar Hins konunglega danska postulínsfélags, sem hóf
framleiðslu úr leir frá Borgundarhólmi árið 1772. Hinn 13. mars 1775
fékk félagið einkaleyfi (ýmist nefnd Privilegium eða Monopol í heim-
ddum mínum) til framleiðslunnar í öllum ríkjum og löndum Danakon-
ungs. Er jafnan talið, að árið 1775 skipti sköpum í postulínsgerð
Dana.31
Margt stuðlaði að því, að á því tímabili, sem hér hefur verið til um-
ræðu, er farið að gefa íslenskum steinefnum og jarðefnum miklu meiri
gaum en áður. Skynsemisstefnan (rationalisminn) sem lifði sitt blóma-
skeið á síðari hluta 18. aldar, átti drjúgan þátt í því, að áhugi á hvers
konar náttúrurannsóknum jókst til stórra muna, ekki síst ef vænta
mátti, að slíkar rannsóknir færðu mönnum björg í bú. Þó að okkur
þyki efnahagsástand íslendinga óbjörgulegt á þessu tímaskeiði, er því
ekki að neita, að nokkuð bólar á nýjungum og mikið er rætt og ritað
um eflingu atvinnulífs á íslandi um þetta leyti. Skulu hér aðeins nefnd-
ar Innréttingarnar í Reykjavík og önnur umsvif Skúla fógeta Magn-
ússonar, sem hófust upp úr miðri öldinni, rannsóknarferðir Eggerts
Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um landið á árunum 1752-1757 og hin
31 Hér er aðallega stuðst við greinina ‘Dansk Porcelæn’ i Salmonsens Konversations-
leksikon V, bls. 788-789, og Dansk biografisk leksikon undir ‘Múller, Frantz Henrich’.