Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 344
340
GRIPLA
De institutione regia, notaði hann kafla úr riti sínu De insdtutione lai-
cali og úr ályktunum kirkjuþings í París 829, sem hann hafði sjálfur
skrásett.43 Á 13. öld byggir Guibert frá Tournai stóra hluta af verki
sínu Eruditio regum et principum á áttundu bók Speculum doctrinale
eftir Vincentius frá Beauvais.44
Það er jafnvel hægt að ganga ennþá lengra og tengja þá fjóra flokka
‘furstaspegla’, sem áður voru taldir, við ólíkar bókmenntagreinar mið-
alda. Það er nefnilega greinilegt, að verk fyrsta flokksins eru náskyld
venjulegum uppbyggilegum ritum, eða verkum sem ætluð eru til upp-
byggingar öðrum stéttum, svo sem Diadema monachorum. Á sama
hátt eru verk annars flokksins nátengd sagnfræði, og er reyndar sáralít-
ill eða enginn munur á verkum eins og Speculum regum eða La Phil-
ippide og venjulegum söguritum. Loks standa verk tveggja síðustu
flokkanna mjög nálægt almennum yfirlitsritum eða heimspekilegum
ritum um stjórnmálafræði: vera má að verk Vincentiusar frá Beauvais,
sem hann kallar á einum stað ‘opus universale’,45 hefði alls ekki orðið
‘furstaspegill’ heldur alfræðibók um stjórnmál, ef honum hefði tekist
að ljúka því samkvæmt upphaflegri áætlun.
Nú fer málið heldur að vandast, því ekki verður hjá því komist, að
þessar síðustu niðurstöður veki þá spurningu hvort þessar ‘fursta-
spegla-bókmenntir’ séu yfirleitt til sem sérstök bókmenntagrein, hvort
hér hafi í rauninni ekki verið spyrt saman rit, sem áttu harla lítið sam-
eiginlegt annað en að fjalla á einhvern hátt um konunga. Ef maður
skilgreinir bókmenntagrein á þann hátt, að hún sé samsafn af ritum
eftir höfunda, sem vissu hverjir um aðra, fylgdu sömu fyrirmyndum
eða líktu hverjir eftir öðrum og hlýddu sömu reglum í ritsmíðum sín-
um - og það er erfitt að halda fram annarri skilgreiningu - er augljóst,
að þessir ‘furstaspeglar’ eru ekki sjálfstæð og afmörkuð bókmennta-
grein. Það má jafnvel ganga svo langt að segja, að eins og þessum svo-
kölluðu ‘furstaspeglum’ er venjulega lýst, er þessi ákveðna ‘bók-
menntagrein’, a.m.k. að því er snertir tímabilið fram yfir miðja 13.
öld, hreinn tilbúningur 19. aldar fræðimanna.
Ég vil þó ekki halda því fram að strika beri þessi rit algerlega út úr
43 Sama rit, bls. 211 og áfram.
44 Sbr. inngang rits A. de Poorter, Le traité Eruditio regum et principum de Guibert
de Tournai, Louvain 1914.
45 í formála De eruditione filiorum nobilium (sbr. útg. Arpad Steiner, bls. 3, og Wil-
helm Berges, tilv. rit, bls. 305).