Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 105
UM DANAKONUNGASÖGUR
101
Þessi samantekt var í upphafi hugsuð sem ritdómur um útgáfu
Bjarna Guðnasonar af Danakonunga sögum, og hefur heldur betur
farið úr böndunum. Samt er rétt að halda sig við þann sið ritdómara að
víkja að frágangi þeirrar bókar sem dómurinn fjallar um. En þótt fá-
einir gallar á frágangi verði taldir hér á eftir vil ég taka skýrt fram, að
ég tel þessa útgáfu afreksverk sem útgefandi á skilið að fá lof og þakkir
fyrir.
Til undarlegheita í frágangi má telja, að í Skjöldunga sögu og Ágripi
af sögu Danakonunga eru neðanmálsgreinar tölusettar með áfram-
haldandi tölum í hverju verki fyrir sig, 48 í Danasögu Arngríms lærða,
3 við Upphaf allra frásagna, 66 við Sögubrot af fornkonungum
o.s.frv., en neðanmálsgreinar við texta Knýtlinga sögu eru tölusettar á
hverri blaðsíðu fyrir sig. Þetta gerir ekkert til, en er skrýtið.
Prentvillur eru fáeinar og sumar leiðinlegar: Bls. xxxiii.9 víðgaðma,
les: víðfaðma; cxxi.l skírn, les: skrín; lxxxviii.29 Að, les: At; cix.10
937, les 973; cl.18 leiðangur, les: leiðangri; cxxi.26 heins, les: heinar;
cxcii.34 Medieval, les: Mediaeval; 2.4 746, les: 764; 373.38 317, les:
337. Líklega má einnig telja með prentvillum bls. 337.1 og 373.38
ÆTTSKRÁR í stað ÆTTASKRÁR, en bls. 371.6 Tostrup er líklega
tekið í hugsunarleysi óbreytt eftir nafnaskrá í SD; staðurinn heitir
Tástrup. f nafnaskrá eru fleiri gallar: Um Þyri Danmarkarbót stendur:
segir lát Haralds sonar síns 90’, en á að vera: segir lát Knúts, o.s.frv.
Einnig segir um Þyri: ‘gefin Styrbirni 95’, en það var Þyri Haraldsdótt-
lr hlátannar sem var gefin Styrbirni, og hennar nafn vantar í nafna-
skrá. Róiskelda er nefnd á bls. 328, en það blaðsíðutal vantar í skrána.
Einnig eru á stöku stað undarlegheit í neðanmálsgreinum. Á bls. 86 er
i neðanmálsgrein nr. 12 vitnað í Flateyjarbók um Hörða-Knút, en
þarna hefði að sjálfsögðu átt að vísa í ÓlTrEA 1 126.24—26 og 125, línu
5-7 neðanmáls, og hefði raunar einnig mátt vísa í rit Sveins Ákasonar í
Scriptores minores historiæ Danicœ medii ævi 1,122.18-22 (123.18-23),
þótt þar sé fjallað um Hörða-Knút son Knúts ríka. í nmgr. 1 á bls. 173
eru nefndir Eyvindarstaðir, en á að vera Eyvindarbúðir, sjá 173.2. Á
hls. 264.3-4 stendur: ‘Málmfríði hafði fyrr átta Sigurðr Jórsalafari
Nóregskonungr’ (Sjá einnig DS 246:8-10). í nmgr. 1 á sömu blaðsíðu
kemur svo þetta: ‘Hkr. getur þess ekki, að Eiríkur eymuni hafi fengið
drottningar Sigurðar Jórsalafara, og Knýtl.s. greinir ekki heldur frá
ÞVÚ að Málmfríður hafi fyrr átt Sigurð.’ Svipuðum undarlegheitum