Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 343
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
339
virðast sum þeirra hafa haft áhrif á rit 14. aldar og yngri41 - og má vera
að þá hafi orðið til raunveruleg ‘furstaspegla-hefð’ - en þá er komið út
fyrir ramma þess tímabils sem varðar Konungsskuggsjá: hversu vel
sem norski höfundurinn kann að hafa þekkt bókmenntir Evrópu eru
þessi rit of ung og of dreifð til að hafa getað myndað einhvers konar
‘hefð’ í hans augum.
Niðurstaðan er því sú að ‘furstaspeglar’ þess tímabils, sem hér er
verið að fjalla um, séu ekki háðir hver öðrum: höfundar þessara verka
eru yfirleitt einangraðir og þekkja ekki verk fyrirrennara sinna, eða
styðjast a.m.k. ekki við þau. Þess vegna er ekki hægt að tala um neina
‘furstaspegla-hefð’ fyrir miðja 13. öld a.m.k.; ef þessi verk eiga eitt-
hvað sameiginlegt verður að leita þess annars staðar en í gagnkvæmum
áhrifum.
Fyrsta skýringin á þessum ‘furstaspegla-bókmenntum’, sem manni
dettur í hug, er sú að þessi verk séu byggð á einhverjum sameiginleg-
um heimildum. Slíkar heimildir eru til, og er auðvelt að benda á þær;
má t.d. nefna De duodecim abusivis saeculi eftir Pseudo-Cyprianus,
sem hafði mjög mikil áhrif á verk Karlungatímabilsins, og De civitate
dei eftir Ágústínus, sem hafði reyndar mjög víðtæk áhrif á allar
miðaldabókmenntir fram á 13. öld a.m.k. En rit af þessu tagi eru þó
ekki heimildir fyrir efnisvali og formgerð þessara ‘furstaspegla’ heldur
fyrst og fremst fyrir þeim hugmyndum, sem þar eru settar fram. Með
því að vísa til slíkra grundvallarrita er því ekki verið að segja annað en
það að ‘furstaspeglar’ þessa tímabils hafi verið undir sömu sökina seld-
ir og aðrar lærðar bókmenntir miðalda, og þar komi fram þær hug-
myndir, sem ‘lágu í loftinu’ ef svo má segja.
En þegar leitað er nákvæmar að heimildum hvers rits, kemur í ljós,
að þau eru gjarnan nátengd ritum, sem eru ekki hluti af þessum
‘furstaspegla-bókmenntum’ og eru mismunandi innbyrðis. í riti sínu
Via regia tekur Smaragdus t.d. upp langa kafla svo til orðrétta úr upp-
byggilegum ritum, sem hann hafði sjálfur samið, Diadema monachor-
um og Skýringum við Benedikts-reglu,42 Þegar Jónas frá Orléans samdi
41 Þetta á ekki síst við um ritið De eruditione principum, sem virðist hafa verið samið
upp úr ‘seðlum’ Vincentiusar frá Beauvais (sbr. athugasemd 28), en var gjarnan eignað
miklu frægari höfundi, Tómasi frá Akvíno (sbr. Wilhelm Berges, tilv. rit, bls. 309).
42 H.H. Anton, tilv. rit, bls. 133 og áfram.