Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 26
22
GRIPLA
mætti svo lengi telja. Alþingisbækur, tilskipanasöfn o.fl. þess háttar.
Þess verður og að gæta, að Arbækurnar eru aðeins eitt þeirra mörgu
og miklu ritverka, sem Jón Espólín samdi eða þýddi um dagana, flest
enn óprentað. Hann gerði mikla og merka tilraun til að koma á nýjum
sagnastíl. Leit hann þá mjög um öxl til gamallar íslenskrar sagnahefðar
og gerðist þá stundum nokkuð fornyrtur. Áhrifa frá honum gætir tals-
vert meðal yngri samtíðarmanna hans, eins og t.d. hjá Gísla Kon-
ráðssyni fræðimanni. En það urðu þó fremur menn eins og Sveinbjörn
Egilsson, Jónas Hallgrímsson og aðrir Fjölnismenn, íslenskir
þjóðsagnaritarar, Jón Sigurðsson og ýmsir samtíðarmenn hans, sem
höfðu úrslitaáhrif á íslenskt ritmál í nútímastíl með því að virða óspillt
íslenskt talmál, eins og það hafði varðveitst á vörum þjóðarinnar, og
auðga það eftir þörfum að nýyrðum af innlendri rót eða í samræmi við
gamla hefð.
Eins og áður er lauslega drepið á, er í Árbókum Jóns Espólíns frá-
sögn af hestavígi, sem hann virðist ársetja 1623 eða mjög nálægt þeim
tíma. Mér vitanlega hefur aldrei verið bent á, hver var heimild Jóns
fyrir þessum atburði. Frásögnin hefur orðið mjög kunn og jafnan verið
til hennar vitnað sem sannfræði um síðasta hestavíg á íslandi. Sigurður
Nordal telur verk Jóns Espólíns (Árbækurnar) bera ‘ekki einungis vott
um dæmafáan fróðleik og elju, heldur einnig skilning og dómgreind,
og er ritað á kjarnmiklu og hreinu máli, sem ber mjög af stíl lærðra
manna á 18. öld.’29 Frásögnina af hestavíginu tók hann upp í báðar út-
gáfur lestrarbóka sinna (1924 og 1942, þó í bæði skiptin ásamt öðrum
köflum) sem sýnishorn af ritmennsku Jóns.
Skal nú birt hér þessi frásögn úr Árbókunum orðrétt eins og höf-
undur gekk frá henni og engu sleppt af því, sem í kringum hana er og
loðir við hana að vissu leyti. Eftir að Jón Espólín hefur fyrir skömmu
hafið að rekja atburði ársins 1623, farast honum svo orð:
Um haustið lét Sigurður Hrólfsson á Víðimýri, sýslumaður í
Þingeyjarþingi, dóm ganga um deilu Sveins Jónssonar á Illhuga-
stöðum, er kallaður var hinn ríki, og Einars Eiríkssonar, hinn
XVIda dag Septembris; þótti Þingeyingum hann fjærri sitja, þar
sem þeir voru í Skagafirði bræður. Þar sátu þeir til vissu þrír
Hrólfs synir, Sigurður og Þorbergur sýslumenn og Bjarni lög-
réttumaður, sá er harkið gjörði fyrrum syðra, hann var faðir
29 Sigurður Nordal, íslenzk lestrarbók, Rvík 1924, bls. 103.