Eimreiðin - 01.01.1926, Page 48
44
FRAMTÍÐAR-FARTÆKIN
eimreið>n
hyggjulítið? Er ekki reynslan sú, að of mjög hafi skort a
forsjá í framkvæmdum samgöngumálanna undanfarið? Er ekki
svo, að hingað og þangað hafi verið borið niður, eftir þvl
sem þingmönnum hefur tekist togstreitan, hverjum fyrir sM
kjördæmi, á einum staðnum lagður vegarspotti, á öðrum byS^
brú o. s. frv., en samhengi og heildarskipulag vantað? Þv1
miður er ekkert sæmilegt vegakort fáanlegt af landinu, en
væntanlega kemur slíkt kort á markaðinn innan skamtnS'
Vegirnir okkar eru hvergi nærri góðir. Fæstir þeirra þ°'e
nokkurn samanburð við vegina í nágrannalöndunurn. ]afnve
bílvegirnir svokölluðu eru víðast mjög lélegir, ósléttir, holótt>r
og blautir. Allir Reykvíkingar kannast við HafnarfjarðarveS'
inn, fjölfarnasta veginn á landinu. Hann er dágott sýnishortl
þeirra vega, sem hér eru kallaðir bílvegir, þótt fremrir
mættu þeir vegleysur heita.
Mér er jafnan minnisstæð gönguför, sem ég fór ásamj
gömlum skólabróðum, sumarið 1914, þvert yfir Noreg tra
Merok á vesturströndinni og yfir í Ottadal, sem er einn hinna
mörgu afdaía, sem skerast inn í hálendið austanfjalls frá Guð
brandsdalnum. Vestanfjalls liggur leiðin upp snarbratta fja^s
hlíð, en vegurinn, sem Norðmenn hafa lagt þarna, er hrem
asta listaverk, enda var hann um langt skeið víðfrægur m)°3’
Sannast að segja urðum við lítið varir við snarbrattann, s^°
haglega var vegurinn lagður, og eggsléttur eins og fjalaS0";
Nú munu vera komnir aðrir vegir í Noregi ennþá me,rI
dvergasmíð en þessi. En þarna þutu bifreiðar fram og a^ur
allan daginn og fluttu ferðamenn um þessi hrikalegu fi3^
héruð, sem eru urn leið aðdáanlega fögur. Alstaðar voru S°c
gistihús, með þetta 15—20 km. millibili, meðfram veginum,
á sumrum er hann mjög fjölfarinn. í þetta skifti lá ennP
um þriggja álna djúpur snjór á háfjallinu skamt frá fVrS .
gistihúsinu, Djupvandshytten, og var þó komið fram í seinaj
hluta júnímánaðar. En menn höfðu rutt veginn, svo e^
hindraði snjór bílaumferðina. Oft óskaði ég þess á gönguf°r
inni, að við heima ættum aðra eins vegi, og oft hef ég osn
þess sama síðan, þegar ég hef verið að ferðast um ve^
leysurnar hér.
Einstaka menn líta svo á, að lítið sé unnið við bæ