Eimreiðin - 01.04.1926, Side 17
Vorkvöld.
Nú er komið kuöldið blíða,
kyrð og ró um hauðrið fríða,
blómin vagga í blænum þýða,
býr þau skarti döggin tær,
þegar sígur sólin skær.
Hópar fugla um loftið líða,
léttum vængjum blaka,
ótal raddir uppi í geimnum kvaka.
Þegar ég heyri þessa róma,
þrái ég sjálf að mega hljóma,
láta sá/arsönginn óma
samstiltan við lífsins óð,
verða bæði lag og Ijóð,
eiga sólar yl og Ijóma
alt að verma og hlýja,
vekja þreyttum von og krafta nýja.
Ó, mig langar úti að dreyma,
áhyggjum og þreytu gleyma,
en seiða fram í hugans heima
hverja stund, er var mér kær.
A svona kvöldi sorgin hlær.
I heiminum væri sælt að sveima,
þótt sveipist skuggum dagur,
ef aftanroðinn yrði svona fagur.
Hugurinn ber mig langar leiðir,
þar liðnir dagar bíða heiðir.
Margt svo fagurt faðminn breiðir
falið bak við hugans tjald,
blikar þar með bjartan fald.
Minning fögur meinum eyðir,