Eimreiðin - 01.04.1926, Síða 44
124
ÁSTARHÓTIN
EIMREIÐ'N
um að nota mætti hann til léttra verka, eða snúninga, ef hann
yrði — þægur.
En Þórður fann líkt og verkjarkvöl í höfðinu, er hann
hugsaði lengra út í framtíðina, — þegar hann hugsaði til
Hraunsmúlans þann tíma, sem færi í hönd eftir að hann oS
Sigþrúður yrðu jarðsett, þá fanst honum sem hann hefðt
starfað, grætt og lifað til einskis.
Gjaldþrot, — gjaldþrot; hann var ekki viss um, að hann
hefði orðið rétt eftir, því það var strembið orð og merkingi11
í því hreint að segja skelfileg.
Osýnileg tengsl.
Ræða flutt í víðvarpið í Reykjavík, 28. apríl 1926.
Háttvirtu áheyrendur!
Þegar ég nú tala í víðvarpið í fyrsta sinni, er það naesta
undarleg tilfinning, sem grípur mig. Mér finst hljóðneminnr
sem stendur þarna á súlunni andspænis mér, vera eitthvert
galdra-verkfæri og víðvarpið sjálft ein af dásemdum vísindanna-
Hér stend ég nú við annan mann, og ég gæti hugsað mf’
að ég væri að tala við veggina hér í hljóðbyrginu, því að þa^
er tjaldað dúkum í hólf og gólf til þess að varna bergmál'-
En mér er sagt, að ég sé að mæla til víðvarpsnotenda 3
Islandi.
Ef ég mælti á aðra tungu en íslenzku og víðvarpsstoðm
hér drægi til annara landa, gæti sennilega heyrst til mín Þar
og það skilist, sem ég nú fer með. Og væri stöðin næg'le3a
sterk til þess mætti sennilega mæla svo, að það heyrðist u
um allan heim.
En hvort sem ég hef nú um þetta mörg orð eða fá, þá er
mergurinn málsins sá, að hér er um ósýnileg tengsl að raeða-
og út af þessum ósýnilegu tengslum ætla ég nú að leggi3 1
frekari íhugunar.