Eimreiðin - 01.04.1926, Page 56
136
ÁRBLIK
EIMREIDlN
'Alt hún taumhald á sér misti,
ef að hana reiðin gisti.
Þá hún reif og barði’ og beit!
Þar sem hepnast það ei mengi,
þó að brosi vonin ung,
að láta hjartans hörpustrengi
hljóma saman, — verður lengi
hjónabandsins brekka þung!
Huggun örvæntingarinnar.
Sekk ég dýpra’ og dýpra niður.
Djúpsins togar segulmagn.
Lömuð sál ei lausnar biður.
Lítið er að bænum gagn!
Áfram þá og engan klökkva!
Eigi djúpið sína bráð,
því ég hætti þó að sökkva,
þegar botni loks er náð!
Krossar.
HarmaVxoss er heilladrýgri, ó, maður,
en heidurskross, sem ekki’ er verðskuldaður!
Kveðja.
Þá er hún nú komin, kæri,
kveðjustundin vor.
Lengi hafa í lífi saman
legið okkar spor.
Finst mér þegar ferðu, bróðir,
frá mér nú í dag,
eins og deyi út í fjarska
undurfallegt lag!