Eimreiðin - 01.04.1926, Qupperneq 64
144
LOFTFERÐ VFIR EYSTRASALT
EIMREIí>iN
sú, sem kenna mætti við búðarglugga, nagað um rætur hinn3r
fornu heimilisprýði, sem bar allan svip af sannindum og *rU'
mensku. En sjálfsagt verður þetta ekki annað en barnasjúk'
dómur vélamenningar vorrar. í þessu efni sem víðar eru nn
straumhvörf að gerast.
Við gistum hjá Johansson um nóttina og fengum skerjakosh
síld og ólekju (strömming og filbunke), í bæði mál. Við v°r
um einmitt komin að ólekjunni um morguninn, þegar strákur
kom hlaupandi inn og sagði, að flugvél væri að koma. Okkar
hafði verið leitað um skerin allan morguninn, og flugmennim>r
loks komið auga á sködduðu fluguna, sem lá við bryggiuna
Eagurey. Klukkan var liðlega 12, þegar við farþegarnir kvöd
um flugmennina, sem eftir urðu, og eyjarskeggja, sem etin
þyrptust allir út á hleinarnar. Nýkomna flugan var nokkm
vængjameiri en hin, og gangvélin talin sérstaklega góð. Veður
var nú hið fegursta, og hugðum við gott til flugsins. En e^‘r
20 mínútna ferð stöðvaðist gangvélin og flugan varð að renna
sér niður á sjóinn. Flugstjórinn sagði, að þetta væri í ^VrS
sinn, sem þetta hefði komið fyrir sig um sumarið. Þetta var
varla einleikið. Við fröken Geijer litum spyrjandi hvort á 3nn
að: áttum við að kasta Þjóðverjanum útbyrðis? Hann hla .
að hafa dregið eitthvað til muna undan úr æfisögu
kvöldið áður. En í þetta sinn tókst að koma vélinni af sta ’
við hófum okkur aftur að lofti og flugum nú sem leið 1>9S
yfir Eystrasalt, um Álandseyjar og Svíasker, suður með la
til Stokkhólms. Við svifum niður á flughöfnina í krðpPu
sveig, flugan hallaðist mjög á hlið, og þá sá ég fyrsk
hraðinn var geysimikill, er vatnsborðið var svo nærri til P
að miða við. Við Ientum tæpum sólarhring eftir að við 'ot*
frá Helsingfors. Tíma höfðum við ekki grætt, ef miðað v
við ferð með skipi. En við höfðum eignast merkilega en
minningu frá bernsku þessarar miklu framtíðarlistar, án P
þó að kaupa hana of dýru verði. Við höfðum rétt snögSua^
fengið að skygnast út af þeim tæpa þremi örlaganna,
vér göngum alla æfina, oftar blindandi en sjáandi. .
Sigurður Nordz ■