Eimreiðin - 01.04.1926, Side 82
EIMREIt>lN
Lofsöngur til mosans.
Þú vex á heiðum, hraunum öskugráum,
og himingnæfan fjallalind þú klæðir,
grannlönd þín eru sumarsólar hæðir,
samfélag átt með vorsins himni bláum;
óvirtur þú í leyndri fegurð lifir,
líf það, er fæddir þú, þér aftur gleymir,
upphimins börn um aðra fegurð dreymir,
enginn það man, að þrítugt bjarg þú klifir:
þó ertu sterkur, sigursæll og fagur,
þú sigra nýja vanst á hverjum degi,
þú merkisberi á lífsins víða vegi!
áður en með þér fæddist fyrsti dagur
var fátæk sólin, ríki hennar grafir:
hún átti engan til að gefa gjafir.
II.
Þú vaxinn ert af vorsins fræum hlýjum —
af vetrarfrosti lá þá jörðin kalin —
óbyrjuskauti bergsins ertu alinn,
óttalaus hlóstu móti tíma nýjum;
frumburður lífsins, fórn á dauðans stalla,
fórnað til heilla þess, er koma skyldi:
hins háa kyns, er himins leita vildi,
hvíldarlaust þótt það sigri veröld alla;