Eimreiðin - 01.04.1926, Page 83
EiMReiðin
LOFS0NGUR TIL MOSANS
163
af lífsins dögg þú drakst á tímans morgni,
og dauðinn blindur gerir þig að mold —
hann hygst að leggja aftur auða fold —:
en mold þín lifir, hitinn himinborni
á heilladegi vekur þér af dvala
arftaka þína, mögu sólarsala.
III.
Gef mér, ó jörð, þú móðir allrar moldar,
í mosans líking kraft af þínum anda,
vísa mér yfir hafið leið til landa
með landnámsmönnum hinnar nýju foldar;
útskaga gef mér, einn ég sé að verki,
til iðju minnar gef mér pál í hönd,
fyrirheit gef, er svefninn sigrar lönd,
að sigð mig dreymi, uppskerunnar merki.
Og er ég dey lát dreifa ösku minni,
svo dreifist gróðurmoldin yfir Iand
og klæði gróðri urð og auðan sand;
svo dreifist og sú þrá, er átti inni
í brjósti mér, og bundu viðjar harðar:
brennandi þrá til hinnar nýju jarðar.
Einar 01. Sveinsson.