Eimreiðin - 01.04.1926, Qupperneq 88
168
HEIMSKAUTAHAGAR
eimreiðii*
fæst nema eitt kýrfóður af hverri fermílu. Loks eru til land-
svæði (að vísu ekki eins stór og margir halda, en þó all'
víðáttumikil) þar sem búpeningur gæti alls ekki lifað, annað-
hvort af því, að þar skortir nægilegan raka í jörðu til þess.
að gróður gefi myndast, eða af því, að hvergi næst í drykkjar-
vatn handa fénaðinum. Er hið síðara öllu algengara.
Elztu menningarþjóðir heims áttu bólfestu þar sem nú eru
eyðimerkur hitabeltisins eða þar í grend, og langt er síðan
menn þóttust þess vissir, að hægt mundi að breyta þeim 1
frjósama akra að nýju. Síðar höfum vér komist að raun um,
að hægt er að rækta a. m. ki sumar hinar þurlendu eyði'
merkur í tempruðu beltunum. En alt fram á síðustu ár hefur
það verið álit manna, að frerar norðursins væru ekki ræktan-
legir, og margir telja þá ekki með, þegar rætt er um uy
landnám til ræktunar, á öræfum hnattarins.
Það munu verða skiftar skoðanir um gróðurskilyrðin 1
heimskautalöndunum, bæði af því landkostir eru þar með ýmsu
móti, og þó miklu fremur af því, hve lítt þektir þeir eru. En ef
vér rennum huganum yfir menningarsöguna, komumst vér að
raun um, að suðrið er jafnan svið fortíðar, en norðrið svið
framtíðar. Síðan að sögur hófust, hefur menningin verið 3
stöðugri hreifingu norður á bóginn, frá efri Nílhéruðunum
niður Níldalinn, því næst yfir til Hrítar, Grikklands og Róma'
ríkis, áfram yfir til Englands, Norðurlanda og Rússlands-
Jafnframt því-sem rekja má feril menningarinnar, allar þessar
aldir, norður á bóginn, kemur jafnframt berlega í ljós ótru
þjóðanna á því, að löndin fyrir norðan þær, geti orðið verð'
mæt menningarlönd. Ameríkumenn þurfa ekki annað en kynr>a
sér þróunarferil Evrópu, frá Grikklandi til Englands, til þesS
að sjá, að sagan endurtekur sig í nýafstaðinni ótrú þeirra
á Alaska.
Kynslóð sú í Bandaríkjunum, sem nú er að kveðja, taldj
það hina mestu glópsku að kaupa Alaska, en hin uppvaxandi
kynslóð lítur nokkuð öðruvísi á málið. Áður héldu menn,
Alaska væri land þakið ísi og snjó mestan ársins hring. Stundum
gera þessir fordómar vart við sig enn í dag, einkum í flaust'
urslegum blaðafregnum. í fyrravetur skýrðu blöðin frá því. a
barn^veikismeðöl hefðu verið flutt á hundasleðum frá Nenana