Eimreiðin - 01.04.1926, Síða 102
182
AF HÁKOLLUM
EIMBEIÐ'N
ist en í nokkru öðru bjargi á Eyjunum, sökum hins mikla
grjóthruns úr Hákollagilinu. Eiga þær launmál sín í humi
lágnættisins, eftir þjóðtrúnni, Dufþekja og manndrápsfljo'1
Jökulsá á Sólheimasandi, er hvor keppir við aðra um ialna
tölu mannslífanna, er þær granda. Og fólkið hafði nánar gmtur
á og vissi, að þeim megin var voðinn, er hallaðist á um
höfðatöluna.
Bæði á Hettu, Lágukolla og Hákolla sóttu Vilborgarstaða
menn heyskap alt fram að þessu, og þótti eigi meira en
meðalmannsverk að bera heybandið niður brattann fram 3
brún. Þaðan var því gefið á vað niður fyrir standbergið °ð
loks flutt heim yfir voginn á bátum. Það fór ei orð af Þvl’
að stúlkurnar væru sérlega lofthræddar við raksturinn her
svo hátt uppi, þar sem geigvænleg brúnin og hengiflugið S,n
við fyrir neðan.
Undraverð sjón, er fyrir augum manns blasir af Háko
um, endurgeldur þúsundfalt, þegar heiðskírt er og gott sýnt a
sumurlagi, erfiðið og bjástrið við að komast þangað UPP‘
Handan við Landeyjasund, sem aðskilur Vestmannaeyjar fra
meginlandinu, sést alt Suðurlandsláglendið, útþanið frá ')a ,
íil fjöru, teygjandi sig í vestur út á yztu Reykjanestá og
austur og suðvestur alt til Dyrhólaeyjar. Allur sá fagurskreV
víðfaðmur. í norðvestri bak við bláma Reykjanesfjallgarðs,nS
mótar fyrir Esjunni í dökkblárri móðukend, og lengra bera V
Borgarfjarðarfjöllin með háar burstir. í útnorður sést á fanna
breiður Oksins og Langjökuls, en sunnar fylkja Þingva
fjöllin sér með hina snævikrýndu Skjaldbreið, og í ljósva
anda tíbráröldum stíga fram á völlinn hin undurfögru Tungna
og Hreppafjöll. Héðan séð ber Bláfellið fullkomlega nnrl
með rentu, svo blásveipað og bjart. En lengst í n°r. _
hverfur auganu sýn í köldu, hvítgljáandi hjarni Hots]^
uls; en framan við fjöllin fagurbúnu breiðist víðáttumi
láglendið og hverfur í sólblikandi gullroðahillingum una.
mettum augum áhorfandans. Hekla, hin tículega fjalladrotn
Suðurlandsundirlendisins, stendur ein sér, stigin niður að o^
skör hálendisins, en gnæfir þó hátt og hnarreist í sessi.
skipa hin bygðafjöllin sér sem skósveinar á hallargólfi dr
ingarinnar, með bláhjúpað Ingólfsfjallið í norðvestri og