Eimreiðin - 01.10.1926, Page 18
290
ELIVOGAR
EIMREl£>ir<
Kvaðning þrumar. Skðpun skilji
skyldu og rélt við lífsins kjör.
— Hvað skal trú við sannleiks sögn?
Sýn og skyn er möskvalögn,
megi ei hugur henda vetti,
hefja rök gegn véa þögn.
Eignist brjóstið efans kjark
er þess sókn í hinsta rétti.
Eins og sunna sveiflar hnetti,
svo á ljósþrá vor sitt mark.
— Héðan knýjast himnadyr.
Hér skal tíminn standa kyr.
Vættir dags og rökkva raumar
reiða svör, ef mannkyn spyr.
Hvar tók duptið dýrri mynd;
drukna í höfum fegri straumar;
hvaðan feykja hjartna draumar
hærra brimi á stjörnutind?
— Þó varð ást vor dauða dæmd,
drottins mynd í útlegð flæmd.
Heims vors móðir, hæða dóttir,
hve mun bölva skál þín tæmd.
Tvídræg urðu andi og hold
undir sekt, við lífsins gnóttjr.
Fá nú hinstu daga dróttir
dómi hnekt um Enochs fold!
— Þeir sem banna, ef guð oss gaf
gjöra lífsboð dauðan staf;
taka stein að brauði í býti,
brjóta náð og mildi af.
Hræsni bregður helgisvip,
hverfir aldins garði í Víti;
gjörir hóf að lágu lýti,
Iífsins sælu að stolnum grip.