Eimreiðin - 01.10.1926, Side 20
EIMREIDiN
Sálarlíf konunnar.1 * * *)
Erindi það, sem hér fer á eftir, er að mestu leyti útdráttur
úr fyrri helmingi bókar einnar, er nefnist »Sálarlíf konunnar5-
Síðari helmingur bókarinnar fjallar um vitsmunalíf konunna1-
og ástalíf hennar. Er sá hlutinn engu síður merkilegur en
fyrri hlutinn, en í einn fyrirlestur var ekki hægt að taka meira
en hér er gert.
Höfundur bókar þessarar er ítalskur kvenlæknir, Gína Lom-
broso, dóttir hins fræga vísindamanns og geðveikralaskm5
Cesare Lombroso. Hún ólst upp í andrúmslofti náttúruvísind
anna og fylgdi föður sínum snemma við öll hans störf. SeSir
hún sjálf, að hún hafi verið ritari hans og aðstoðarmaðnr’
hvort heldur hann fekst við ritstörf eða vitjaði sjúkra. L°m
broso læknir hefur ritað bók, sem mjög er fræg orðin: ’Llm
glæpakonur*. Er sú bók vitanlega bygð á nákvæmum rann
sóknum á sálarlífi slíkra kvenna. Dóttir hans og maður hennar'
sem síðar varð, Guglielmo Ferrero, aðstoðuðu hann við þessar
rannsóknir, og urðu þær upphafið að starfi Gínu Lombroso a
þessu sviði.
Ítalía á nú tvær konur, sem eru orðnar frægar, að mins{a
kosti um alla Evrópu, fyrir starf sitt í þarfir sálarfræðinnar’
en uppeldisfræðin byggist aftur á sálarfræðinni. Þessar konnr
eru þær María Montessori og Gína Lombroso. Báðar na
þær farið sömu leiðina við rannsóknir sínar. María Monte5
sori byrjar á því að athuga börn, sem kölluð eru fábjánar'
þ. e. þau börn, sem minst eru þroskuð,, og fetar sig áfranl
þaðan upp þroskastiga barnssálarinnar, því að frumdrmflir
sálarlífsins eru þeir sömu hjá öllum börnum. Gína Lombr°s0
byrjar á að athuga óþroskuðustu kvensálirnar, glæpakonurnar’
1) Fyrirlestur þessi var fyrst fluttur opinberlega að Gerðum í Öar
Síðan var hann fluttur á „Öðrum landsfundi kvenna" á Akureyri ‘ sun'iitj
Samþyktu konurnar á eftir áskorun til mín um að birta hann á Pr
Sú er ástæðan til þess, að hann kemur nú hér, lítið eitt aukinn.