Eimreiðin - 01.10.1926, Síða 24
296
SÁLARLÍF KONUNNAR
EIMRE'ðiií
hún getur hjálpað, elskað og látið vel að. Hún les og lsfir
til þess að gleðja móður sína eða fóstru og láta þær hæia
sér fyrir. í uppeldi litlu stúlkunnar er kærleikurinn áhrifamesta
meðalið, því að hún leggur á sig allskonar höft, til þess að
gleðja þann, sem hún elskar. Litli drengurinn vill fá byssu,
bolta eða tunnugjörð, til þess að æfa á krafta sína og létt-
leika. Hann vill reyna sig við drengi, sem eru stærri en sjálfur
hann, hann er bílstjóri eða herforingi, vill skipa fyrir og láta
til sín taka. Eigi að hvetja hann við lærdóminn, verður að
hóta honum hegningu eða lofa honum verðlaunum.
Alla æfina eru karl og kona svona ólík. Þegar karlmaður-
inn eldist og þreytist, verður hann feginn að leggja niður
störf sín. Hann getur úr því unað lífinu vel á heimili sínu, og
þegið með þökkum, að við hann sé stjanað á allar lundir. Sa
maður, sem enga fjölskyldu á, saknar þess því mest á efrt
árum. Með konuna er öðru máli að gegna. Hún hefur engan
frið, nema hún sé alt af að vinna og starfa fyrir þá, sem hún
elskar. Þess vegna er hún sælust þau árin, sem gerðar eru
mestar kröfur til krafta hennar, bæði andlegra og líkamlegra-
Hún getur ekki notið hvíldar elliáranna, eins og maðurinnf
því eina sælan, sem hún getur notið, er að fórna sér fyr>r
það, sem hún elskar. Sérstaklega eru það barnabörnin, sem
hún hellir nú ást sinni yfir, þau elskar hún meir en hún
nokkru sinni hefur elskað sín eigin börn, og henni finst nu
enginn hugsa um þau eins og vera ber. Konan verður að
hafa eitthvað að lifa fyrir; eigi hún enga ættingja, umgangist
engin börn, sé hvorki kenslukona eða hjúkrunarkona, þá verð-
ur hún í ellinni beisk og hörð í lund og nýtur sín hvorkr
andlega eða líkamlega.
Nú er það ekki svo að skilja, að óeigingirni konunnar, eftir
þeim skilningi, sem hér er lagður í það orð, setji hana skör
hærra en manninn. Eigingirni mannsins og óeigingirni kon-
unnar eru hvortveggja náttúruhvatir, sem upp af geta vaxið
dygðir og lestir, eftir því hvernig með þær er farið. Við
óeigingirnina eru þessir eiginleikar aðallega knýttir: innsýnir
fórnarþrá og starfsþörf. Eigingirninni fylgja hlutleysi við aðra
menn, aðgerðaleysi og sterkt hugsanalíf. Vitanlega tilheyra ekki
þessar náttúruhvatir hvoru kyninu um sig eingöngu, heldur bland-