Eimreiðin - 01.10.1926, Qupperneq 31
ElMREIÐIN
SÁLARLÍF KONUNNAR
303
beim, kann þess vegna ekki að meta þær og þakkar þær
ekki sem skyldi; verður þetta konunni til hinnar mestu sorg-
ar. Þennan tilfinninganæmleik ætti því ekki að örva, en móð-
irin hefur allajafna áhrif í þá átt á dóttur sína. Meðal annars
af þessari ástæðu er heppilegt að ala drengi og stúlkur upp
saman; ósjálfrátt helzt tilfinningalíf stúlknanna betur í skefjum
á þann hátt.
Ein afleiðingin af ástaþörf konunnar er löngun hennar til
bess að umgangast aðra og tala um alt, sem henni dettur í
hug. Stúlkubarnið er fljótara til máls en piltbarnið, ekki af
því að stúlkan sé gáfaðri en drengurinn, heldur af því að
þún hefur meiri þörf á því að láta tilfinningar sínar í ljósi.
Konan er aldrei ánægð, ef hún hefur ekki einhvern, sem hún
2etur trúað fyrir allri sinni sorg og gleði. Ef hún hefur ekk-
ert að elska og engan, sem elskar hana, þá visnar hún og
deyr, að minsta kosti andlega. Konan er fljót að kynnast og
á venjulega margar vinkonur. Karlmaðurinn aftur á móti get-
ur unað fullkominni einveru og þráir í raun og veru sjaldan
félagsskap annara, nema því að eins, að hann þurfi að nota
hann til þess að ná einhverju öðru markmiði, sem hann
stefnir að.
Það, hvað karl og'kona eru ólík á þessu sviði, verður or-
sök til sífelds misskilnings þeirra á milli. Maðurinn skilur
ekki, hve nauðsynlegt konunni' er að tala, hann kærir sig
ekki um að setja sig inn í sálarlíf hennar, að skilja hana og
taka þátt í því, sem hryggir hana og gleður. Hann vill fá að
yera í friði með sínar hugsanir, sem bundnar eru við störf
hans, og honum dettur ekki í hug, að gera konuna að trún-
aðarvini sínum, því að hann finnur ekki, að hann þurfi slíks
v'nar með. En þessi afstaða mannsins er eitt hið mesta sorg-
arefni konunnar. Hún hugsar sér tilfinningalíf mannsins eins
°2 hennar eigið tilfinningalíf er, og þegar eiginmaður hennar
kemur á þennan hátt fram við hana, heldur hún að hann sé
hættur að elska sig, eða að hann sé jafnvel farinn að elska
einhverja aðra, sem oft er alveg að ástæðulausu.
Þjóðfélaginu er hin mesta nauðsyn á þessu félagslyndi kon-
Unna.r. -Með því tengja konurnar í raun og veru alt mannkynið
saman; væri það ekki, mundu mennirnir lifa hver út af fyrir