Eimreiðin - 01.10.1926, Side 36
308
SÁLARLÍF KONUNNAR
eimreiðiN
sem maðnrinn hafi starfað meira en konan, því að haegt er
að benda á fleira, sem hann hefur afrekað. Af því að hann
hugsar og yfirvegar rólega, kann hann að haga starfi sínn
betur en konan, svo að hann þarf minna að leggja á sig $
þess að ná sama árangri og hún. En í eðli sínu er maðurinn
latur, en konan sístarfandi. Þetta sést bezt á því, að þegar
ekkert neyðir manninn til að starfa, getur hann notið þess að
vera aðgerðalaus. Maðurinn hefur fundið upp tóbak, ópíum>
morfin, alkóhól, til þess að njóta í frítímum sínum. Hann
hefur búið til allskonar kappleiki, spil, töfl o. s. frv. til þesS
að skemta sér við, ekki á meðan hann er drengur, heldur
sem þroskaður maður. í þessu efni má konan vara sig, ar*
gera ekki of mikið að því að líkja eftir manninum. Samkvaenrt
öllu eðli sínu getur hún aldrei fundið í því neina fullnaegiu>
en aftur á móti leiðir það hina mestu ófarsæld yfir mann-
félagið.
Konan er í raun og veru aldrei ánægð, nema hún se si-
starfandi. Stendur sú eðlishvöt vitanlega í sambandi við móð'
erni hennar. Því hvernig ætti hún að hugsa um heimilið sitt og
börnin sín, eins og hún gerir, eins lítið og hún fær í aðra
hönd fyrir þau störf, ef starfið sjálft væri henni ekki gleð>'
uppspretta. Takið eftir, hvað litlu stúlkurnar eru iðnari erl
drengirnir, og hvernig leikir þeirra jafnan eru störf, sem þsr
eiga að leysa af hendi síðar á æfinni, þar sem leikir drengi'
anna allajafna eru leikir í raun og veru.
Starfsþrá konunnar er mikils virði, en hún hefur þó l>ka
sína galla. Fyrst og fremst hleypur hún oft á sig, af því henn1
liggur svo mikið á. Fáið dreng og stúlku eitthvert hlutverk
að leysa af hendi. Drengurinn fer sér hægt, hann athugar
fyrst, hvort það sé nú nauðsynlegt, að hann vinni verkið. £[
hann svo kemst að þeirri niðurstöðu, að hjá því verði ekk’
komist, þá hugsar hann upp aðferð, til þess að gera sér verkið
sem auðveldast. Stúlkan aftur á móti hleypur strax af stað,
hún hugsar ekkert og nær svo vanalega takmarkinu seinna
en drengurinn. Konan er í störfum sínum oft Iíkust rafmagns'
klukku, sem altaf hringir, bæði þegar hún á að hringja, °3
þegar hún á ekki að gera það. Starfsþrá konunnar er sv°
sterk, að ef hún getur ekkert gagnlegt starfað, þá verður huu