Eimreiðin - 01.10.1926, Side 41
ElMREIÐIN
SALARLÍF KONUNNAR
313
flestir taki höndum saman um þau. Eitt þeirra stórmála, sem
konurnar bera nú ekki hvað sízt fyrir brjósti, er heimsfriður.
Áð vísu hafa líka margir karlmenn borið það mál fyrir brjósti,
bæði fyr og síðar, en engin líkindi eru til þess enn þá, að
Þeim ætli að takast að leysa það vandamál. Konan hefur til
bessa jafnan haft það hlutverk í styrjöldunum, að bjarga lífum
1 stað þess að fyrirfara þeim, að græða í stað þess að særa,
að samansafna í stað þess að sundurdreifa. Hver veit nema
henni sé falið það hlutverk, í samræmi við þessa fortíð sína
°9 sem móður mannkynsins, að rótfesta hjá mannkyninu til-
^nninguna fyrir bróðerni allra manna, því að sú meðvitund
em mun geta skapað »frið á jörðu«.
Aðalbjörg Sigurðardóttir.
Fiskiróður
fyrir fjörutíu árum.
Það var þriðjudagsmorguninn 29. marz 1887. Eg var úrillur
t'egar eg vaknaði þá, vissi að mig hafði dreymt illa; en raun-
ar mundi eg ekki, hvað mig hafði dreymt.
Skipverjar mínir voru að klæða sig í sjómannaskálanum
undir baðstofuloftinu, þar sem eg svaf ásamt heimilisfólkinu;
uaut eg þar frændsemi við húsbóndann, Sigurð Benediktsson
1 Merkinesi í Höfnum, sem var orðlagður sjósóknari, en þó
aðgætinn og heppinn formaður.
^Hvernig lítur hann út, lagsi?" heyrði eg að Árni frá
^urðarbaki spurði. — »Hann er ljótur, kafþykkur allur, nema
^álitlar austantórur, og mér heyrðist allmikið brimhljóð«, svar-
aði Teitur J) »að norðan«, — hann hafði farið út og gáð til
Veðurs. — »Ætli það verði þá róið?« sagði Gunnar frá Sum-
arliðabæ. „O— líklega treysta þeir nú á fremsta með það«,
U Síðar bóndi að Víðidalstungu.