Eimreiðin - 01.10.1926, Side 43
ElMRE!ÐIN
FISKIROÐUR
315
^aðurinn upp, hélt um stýrissveifina og athugaði sjávarlagið;
tað var stórbrim, en stutt lög. Hann gaf stuttar, en ákveðnar
sWpanir: »Hægan! Kyrrir, en haldið ofan í! Attrá!« — Þá
kom gríðar ólag. »Attrá betur! Þetta báðir!« Skipið tók dýfur,
tyó í margbrotnum sjónum og svam í einu froðulöðri. —
Örlífil bið, þá kallar formaður hátt: »Róið þið nú vel! — nú
var lagið*. —
Allar tíu árarnar hófust upp eins og heljarmiklir vængir
°9 skullu ofan í sjóinn með því afli og lagi, er sérhverjum
ræðaranna var frekast unt að leggja á árartökin; skipinu hnikti
viðTog hentist út sundið, bæði undan átökum og svo hjálpaði
«1 ákafur útstraumur, en mátti ekki seinna ganga, því fyrir
utan sundið mætti okkur fyrsti sjórinn af næsta ólaginu, hóf
shipið upp á bláhrygg sinn og steypti því aftur af sér og
kyað þá við heljar dynkur, þegar hin breiðu brjóst tólfærings-
'ns, skullu niður í krappan öldudalinn og brakaði í hverju
tré. En við vorum komnir út úr brimgarðinum, skipið hóf sig
UPP og hélt skriðinu, þangað til við hægðum róðurinn og
köstuðum mæðinni.
Formaðurinn tók sveifina af stýrinu, settist í sæti sitt, brá