Eimreiðin - 01.10.1926, Side 46
318
FISKiRÓÐUR
EIMREIÐ,N
og þegar hvast var nokkuð og kalt á morgnana, var ekki
tekið svo hart á því þó að maður rendi ekki fyr en vart var
orðið; naut eg þar frændsemi við formanninn, sem var móður'
bróðir minn. Annars var ætlast til að góðir ræðarar nytu s,n
bezt um miðskipið, enda voru úrvalsmenn í slógrúminu: Þe,r
Árni Pálsson síðar hreppstjóri á Hurðarbaki og Benediki
Guðmundsson frá Langholti. Þóftulagsmaður minn var Bjam1
Bjarnason frá Fitjarmýri, nú bóndi á Geldingalæk, allra manua
sterkastur og kappsamur að sama skapi.
Annar barkamaður hvíldi mig. Er hann hafði róið um stun
segir hann: »Heyrðu lagsi, eg held að hann hvessi í daS;
mig dreymdi svoleiðis í nótt«. »Jæja«, sagði eg, »hvað dreyn1^1
þig?« »Mig dreymdi svo mikið hana Gunnu Jóns, hí! k> 4
sagði hann. »Það var nú ekki amalegt; hún sem er svo laS
Ieg«, sagði eg. — »Já eg veit það«, sagði hann — »en Þa^
veit altaf á rok, þegar mann dreymir svoleiðis í verinu«- "
»Þetta held eg sé nú ekki mikið að marka, Bjössi minn4;
sagði eg, »en það er ekki ólíkt að hann hvessi í dag og Sen
austan-landsynningsstorm; hann er orðinn æði bólstraðyr 3
Fellin, og farið að slá til muna á ölduna*.
»Jú, hann hvessir áreiðanlega í dag«, sagði Bjössi, skau
sér undan árinni og yfir þóftuna í næsta rúm, en eg settis
við róðurinn.
Eftir nokkura stund vórum við komnir suður á Vík; Þar
skipaði formaður að leggja upp og renna. Von bráðar uar
fiskur á hverju járni. Formaður leit fram yfir skipið og virt'
fyrir sér fiskidráttinn, þegir um stund, en segir síðan:
spað
er alt saman blessuð ýsa, og hafið þið uppi«. Því var hlý
og haldið suður Hraunin. Var þar ylgja mikil. Fóru þá uoh
urir að „gifta sig“ og „kalla á Eyjólf“, en svo var það kalla
í spaugi, er menn gubbuðu af sjósótt; hið fyrra nafnið dreg1
af veizlunni,1), er fiskum var veitt, en hið síðara af hljó?iriU
við uppköstin.
»Jæja! Þarna er þá bísillinn2) kominn«, sagði einhver °S
1) Ef einhver gifti sig þá veizlulaust — sem naumast kom fyrir
var það kölluð hundagifting. En nú er það „hæstmóðins“.
2) Gælunafn á ketti.