Eimreiðin - 01.10.1926, Page 50
322
FISKIRÓÐUR
E1MREI0[N
Élinu létti von bráðar upp, en rokinu slotaði ekki. Fór Þ®
að reka á átta árarnar og komið nóg á í því veðri — alt að
hálffermi.
Formaður stóð upp, skipaði að hanka uppi. Því var óðara
hlýtt. Svo rak hver skipunin aðra: »Látið þið slá á bak! ÖpP
með frammastrið! í fullu tré! Fastara í dragreipið! Betur i
falinn!« — Það var lokortu-sigling. — »Passið þið skautið-
Út með fokkuna! Afturmastrið! Ásið út!< — Það var spritseS
á því. — Skipið lagðist á keipa, tók skrið mikið, og sýndis1
nóg siglt. »Upp með klýfirinn!« Frammennirnir hikuðu örlítiör
litu hver á annan, en skutu svo út útleggjaranum og drógu
upp klýfirinn. Skipið þrýstist niður, gúlpaði vænan sopa á hle'
borðssaxið, en ljósgræn sjóröndin freyddi á keipanefjunun1
aftur fyrir bitahöfuð. En furðu lítill sjór fór inn, því ferðin uar
svo hröð. Alt skipið titraði og vazt til undan átökunum. 'P3
kvað við gríðar-brestur fram á. Öllum varð litið þangað. Ut'
leggjarinn hafði brotnað. Framámenn drógu inn klýfirinn'
Skipið lyfti sér upp, hvæsti frá brjóstunum hvítfyssandi sjónum
og rann á kostum eftir særoknum haffletinum.
Mér varð litið aftur á, og þá sá eg, að formaðurinn laut.a
bitamönnunum, og eg heyrði að hann sagði:
»Altaf kann eg nú bezt við mig á sjónum, þegar hann g°*ar
dálítið«. — Og hann golaði áreiðanlega þá.