Eimreiðin - 01.10.1926, Síða 58
330
BEINAGRINDIN
EIMREIÐ11^
»Bíddu ögn. Sagan er ekki búin. Dag nokkurn um regf'
iímann var ég með hitasótt. Læknirinn kom að vitja um nii9-
Þá mættumst við augliti til auglitis í fyrsta sinn. Ég hvíld'
•gegnt glugganum, svo að kvöldroðinn næði að leika um
fölva ásýnd mína. Þegar læknirinn kom inn og leit framan 1
tnig, setti ég mig í hans spor og starði á sjálfa mig í hugan-
um. Eg sá andlit mitt hvíla á mjúkum, hvítum koddanum "
eins og hnípið blóm — fagurt og fölt í dýrðlegu skini kvöld'
sólarinnar; lausir, hrokknir lokkar liðuðust um ennið, en hálf'
lokuð, feimnisleg augun urpu töfraskugga á allan svipinn.
Læknirinn spurði bróður minn í lágum, feimnislegum róm
fivort hann mætti þreifa á lífæðinni á mér.
Ég rétti fram máttlausan, sívalan handlegginn undan ábreið'
xmni. Um leið og mér varð litið á hann, flaug í hug minn-
»Ó, að ég hefði sett á mig safírs-armbönd«.i) Ég hef aldre'
vitað lækni takast jafn óhöndulega að þreifa á slagæð sjúkl'
ings. Fingur hans titruðu, er hann kom við úlnlið minn. Hann taldi
æðaslögin, ég rannsakaði hjartaslög hans. — Trúirðu mér?4
»]á, vissulega*, svaraði ég, »mannshjartað fær ekki dulié
sína sögu«.
»Eftir þetta varð ég nokkrum sinnum veik, en náði tnet
fljótt aftur. Ég tók eftir því, að dáendurnir frá dagdraumuu1
mínum í garðinum urðu æ fáliðaðri; þeir óskýrðust og hurfu
fyrir einum einasta. Loks var ekkert annað eftir í heimi m'n'
nm en einn læknir og einn sjúlkingur.
Á kvöldin var ég vön að klæðast með leynd í ljósSu|a
akikkju, vefja sveig úr hvítum jasmínblöðum um hárið og setj'
ast á sama stað og áður undir trjánum, með lítinn speS1
í höndunum.
]æja, þú heldur nú ef til vill, að ég hafi orðið þreytt u
að dáðst að fegurð minni. En það var öðru nær, því ég sa
ekki sjálfa mig með eigin augum. Ég var bæði ein og tviem-
Ég var orðin vön að sjá sjálfa mig eins og ég væri læknirmu-
Ég starði eins og ég væri töfruð, og ég var óstjórnlega ást
fangin. En þrátt fyrir öll þau blíðuatlot, sem ég sóaði upP
1) Ekkjur á Indlandi verða að klæðast látlausum hvítum klæðum, eI1
mega ekki bera gimsteina eða aðra skrautgripi.