Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 69
eimreiðin LÆKNINGAUNDRIN í LOURDES 341
þannig var hjúp erfikenninganna svift af ritningunni og
hún sýnd í sama ljósi og önnur fornrit. En þessi stefna færði
menn ekki mikið nær himninum en gamla guðfræðin hafði
9erf. Hún varð þess meðal annars valdandi, að margir mistu
frúna á kraftaverkasögur ritningarinnar og að um eitt skeið
Var deilt um það í fullri alvöru, hvort ]esús Kristur hefði
n°kkurn tíma verið til. Óvissan um sannleiksgildi sagna Nýja-
|estamentisins um lækningar ]esú, önnur kraftaverk hans og
lafnvel upprisu, var svo mikil hjá mörgum guðfræðipró-
^ssorum Evrópu um eitt skeið, að þeir reyndu annaðhvort að
sneiða hjá þeim eða skýra þær á einhvern þann hátt, að þær
v®ri fremur til orðnar af misskilningi eða mentunarleysi rit-
höfunda Nýja-testamentisins og samtíðarmanna þeirra en af
Sc>nnum heimildum. Þessum mönnum var nokkur vorkunn. 011
rannsóknarviðleitni samtíðarvísindanna snerist um hina efnis-
leau tilveru. Þeir gátu ekki fundið fyrirburðasögum Nýja-
íestamentisins vísindalegar stoðir, eins og ástatt var.
Þá komu sálarrannsóknir nútímans til sögunnar. Mér er í
lersku minni frá háskólaárunum hvílík andleg nautn mörgum
°kkar reyndust skýringar Haralds prófessors Níelssonar á
fyrirburðasögum ritningarinnar, sem biblíuskýrendurnir voru
komnir í standandi vandræði með. Hann var vanur að skýra
°kkur frá persónulegri skoðun sinni á þessum sögum og
s*uddi hana með reynslu sálarrannsóknanna, jafnframt því sem
kann lýsti niðurstöðu biblíuskýrendanna. Við gátum svo valið
Utn hverja skýringuna við töldum líklegasta. Sannast að segja
attum við alls ekki sjö dagana sæla yfir biblíuskýringum hinna
Samviskusömu en ófrjóu þýzku doktora, sem lesnar voru við
káskólann. Það sem eftir var í okkur frá bernskuárunum af
,rn á kraftaverk Jesú fór meira og minna í mola, og ég held
kað sé ekki ofmælt, þótt sagt sé, að meðferð biblíuskýring-
anna á hinni mikilvægu opinberunarhlið ritningarinnar hafi
°rðið mörgum okkar ásteytingarefni og valdið okkur mikilla
^asemda. Að sama skapi varð mörgum okkar þekkingin nýja
°metanleg stoð til að byggja upp haldgóða lífsskoðun, og
skýrði svo ótal margt, sem ella hefði hlotið að verða óskýrt
°9 upptækt gert. Að því er suma okkar snerti átti þetta einnig