Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 74
346
LÆKNINGAUNDRIN í LOURDES
EIMREIDiN
hélt áfram að fara út að hellinum. Sagan um vitranir hennar
breiddust út, og fjöldi fólks streymdi að til að kynnast þessu
nánar. Margir drógu í fyrstu dár að málinu, og kom fólkið
mest af tómri forvitni. En þegar það kofn í námunda við
stúlkuna og sá hana krjúpa í auðmýkt og tilbeiðslu með dýrð
ummyndunarinnar í svipnum féll það einnig ósjálfrátt á kne.
Maður einn, J. B. Estrade að nafni, sem ritað hefur bók um
undrin í Lourdes, lýsir fyrstu viðkynningu sinni af þeim þanmS:
»Við karlmennirnir gleymdum einnig öllu drambi og krupunr
á kné í auðmýkt, eins og trúuð sveitakona . . . Það voru uW
tvö hundruð manns viðstaddir. Við sáum ekkert nema and-
litið á Bernadette. Við heyrðum ekkert. Þó duldist okkur
ekki, að barnið sem við störðum á, var á tali við hina leynd-
ardómsfullu veru«.
Fólk tók nú að flykkjast til Lourdes úr nálægum héruðum-
Aldrei fékst Bernadette til að segja frá öllu því, sem veran
sagði henni. En frá sýnunum sagði hún oft í viðurvist fjölda
manna, og bar ætíð öllu nákvæmlega saman í frásögn hennar
um vitranirnar, svo djúpt voru þær greyptar í sál hennar. Þar
kom að yfirvöldin skárust í leikinn. Hún varð að mæta í ráð-
húsinu í Lourdes og var stranglega yfirheyrð. Sætti hún þar
hörðum áminningum um að hætta ferðum sínum til hellisins.
En hún svaraði hótunum yfirvaldanna ekki öðru en því, a^
veran hefði beðið sig að koma og hún yrði að hlýða henm-
Vfirvöldunum tókst ekki að bæla uppþot þetta niður. Fólkið
hélt áfram að streyma til Lourdes.
Læknir einn, dr. Dozous að nafni, alinn upp í kaldri skyn*
semistrú, sem svo mjög var þá ríkjandi meðal mentamanna
Frakklands, fór til hellisins algerlega vantrúaður á sýnirnar.
En hann sannfærðist. Eitt sinn er Bernadette var á tali við
veruna, lék loginn frá kertaljósi, sem hún hélt á, um hönd
hennar í fjórðung stundar, án þess hún yrði þess vör, °S
höndin var jafngóð eftir sem áður. En þegar læknirinn bar
sjálfur nokkru síðar kertaljós að hönd hennar, kiptist hún við
og hrópaði upp, að hann væri að brenna sig.
í annað skifti þótti Bernadette sem veran segði sér að róta
upp jörðinni með hendinni, þar sem ekkert vatn var fyrir, oð
drekka og þvo sér. En þar sem hún rótaði til jörðinni tók