Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 76
348
LÆKNINGAUNDRIN I LOURDES
EIMREIÐIN':
fleygja girðingunni í ána. Lá nú við róstum, og var það ábóta
einum í héraðinu að þakka, að ekki varð verra úr. Svo fór
að Napoleon III. keisari skarst í málið og skipaði að opna
hellinn og leyfa öllum aðgang sem vildu.
Kirkjunnar menn höfðu látið sér hægt og farið að öllu
með varúð. En frá þv|
fyrsta höfðu þeir veitt því
nákvæma athygli, se!T1
gerðist í Lourdes. Loks
kom biskupinn í Mont-
pellier til Lourdes og yf*r"
heyrði Bernadette. Hann
sannfærðist þegar um, að
hún færi með satt mál. j
lok ársins 1858 skipaði
Laurence biskup í Tarbes
rannsóknarnefnd í málið-
Nefnd þessi sat á rok-
stólum í fjögur ár og yf*r'
heyrði bæði Bernadette
og þúsundir annara sjon-
arvotta að því sem Sers*
hafði í Lourdes. F°lk
þetta var látið staðfesta
framburð sinn um undrin
með eiði, og þegarnefndm
hafði lokið störfum sínum
kvað biskup upp þann ur-
skurð árið 1862, að undrin í Lourdes væru óhrekjandi oS
að veran, sem birtist þar, hefði verið sjálf María mey.1)
Krossfararengiilinn.
Myndastytta frá Lourdes.
en aldrel
1858 -cá
fékk
líkist
1) Margoít haföi Bernadette litla spurt veruna aö heiti,
fengiö neitt svar viö því. En á Boöunardag Maríu 25. marz
hún veruna, og er hún hafði spurt hana þrisvar hver hún væri,
hún lohs svar. A mállýzku þeirri, sem Bernadette talaði, og meira
spönsku en frönsku, var svarið þetta: Qué soy ér Immaculada Councept>°u
(ég er hin óflekkaða vera, hinn óflekkaði getnaöur). Meö þessu svaJ^
var álitið, að veran hefði gefið í skyn, aö hún væri María mey. Sl®
skyldi Bernadette ekki svarið og varö aö fá skýringu á því, er heim k°m-