Eimreiðin - 01.10.1926, Síða 82
354
LÆKNINGAUNDRIN í LOURDES
EIMREIÐ1^
nánari rannsókn þangað til daginn eftir. Aðsóknin er svo
niikil og ekki hægt að ráða við fólkið*, segir dr. Boissarie-
Daginn eftir fyltist stöðin af læknum, þegar von var á Gar-
gam. Hann kemur gangandi inn og er klæddur í ný föt, sem
keypt höfðu verið handa honum kvöldið áður. Sárin á fóium
hans, sem full voru af grefti daginn áður, eru nú því naer
gróin og hann á allgott með að ganga. Áður hafði hann ekki
getað neytt nokkurrar fæðu nema í gegnum pípu. En nú hefur
hann getað borðað hjálparlaust bæði súpu, ostrur, bita af
kjúkling og vínber. Honum hefur liðið ágætlega yfir nóttina-
Eftir þetta var Gargam nokkra daga í Lourdes, meðan
hann var að ná sér. Lömunin, sárin og drepið í þeim.
alt var læknað á einum degi, og sjúklingurinn kendi sér ein-
skis meins. Eftir dvöl sína í Lourdes gekk hann aftur í þj°n'
ustu póststjórnarinnar, og heilsan hélst ágæt úr þessu.
Eins og ég hef áður tekið fram, hafa læknarnir á rann-
sóknarstöðinni rannsakað marga þá sjúklinga, sem fengið hafa
bót meina sinna í Lourdes, bæði fyrir og eftir lækninguna-
Enda munu fáir læknar eða engir neita því, að lækninga'
undur þessi hafi gerst. Læknir einn frá Bordeaux reit í Revue
des Hópitaux de Paris, maíheftið 1907: »Hvaða samband Er
á milli dáleiðslu- og sefjunartilrauna þeirra, sem hafðar eru
um hönd á »Salpétriére«-spítalanum, og lækninga þeirra, sem
menn hafa hvað eftir annað athugað, að gerist á undraverðan
hátt í Lourdes? Hvaða samband er á milli þess, að tauga'
sjúkdómar læknast með sefjun, og þess, að limur lengist a
örfáum mínútum, að skemd á nethimnu augans hverfur alt 1
einu, eða að graftrarkýli og fúasár læknast svo að segja 1
einni svipan? En þetta gerist alt í Lourdes, og getur hver
og einn gengið úr skugga um það sjálfur með því að koma
og sjá. Margir embættisbræður okkar lækna hafa rannsaka
slík lækningafyrirbrigði með ströngustu vísindalegri nákvæmn1
og staðfest sanngildi þeirra.
Hinn 20. október 1901 voru saman komnir á fundi V
hundrað læknar, og var dr. Duret, prófessor í handlækningurn
við læknaskólann í Lee, forseti fundarins. Varaforseti, dr. r
Bec, lýsti lækningaundri, sem gerst hafði í Lourdes á mann1
að nafni Pierre de Rudder og lagði fram líkan af beinum