Eimreiðin - 01.10.1926, Síða 101
ElMREIÐlN
FUNDABÓK FjÖLNlSFÉLAGS
373
[32. fundur 1843].
30ta Desember var fundr haldinn hjá Brinjúlfi Péturssyni,
voru 8 á fundi. Konráð Gislason talaði fyrstr; hann mælti
fram með því að velja heldr latinskt en gotneskt letr til rit-
Sjörða framveigis, því það væri bæði fallegra, einfaldara og
olgengara á oðrum löndum, og þar það væri mesti ávinningr
að ekki tíðkaðist nema eitt letr í senn, sagði hann það væri
æskilegt ef við vildum taka oss saman um bæði að rita alt
sem við rituðum með latinsku letri, og létum eigi heldr prenta
neitt á íslenzku með öðru letri, og undireins, hvetja aðra til
tess. — Gunnlögr bað sig undan þeginn, því hann kvaðst
veikrJ) Þvínæst las Gisli Thorarensen upp ritgjörð um rímna-
kveðskap, stakk Konráð uppá að ritgjörð þessi væri aptr lesin
UPP á næsta fundi og athuguð nokkuð nákvæmar; fellust
fundarmenn á það. —
G. Thorarensen stakk upp á að gjörð væri gangskör að
Srafmarki yfir sjera Tomas sáluga er áður hefði verið um
talað, tóku allir því vel og var þegar nefnd valin er gáng-
ast skildu fyrir þessu máli meðal annara íslendínga í Kaup-
^annahöfn.1 2)
Forseti sleít þvínæst fundi. G. Thorarensen
P: Pétursson.
Br. Pjetursson. Br. Snorrason Konr. Gíslason
G. Þórðarson li. K. Friðriksson B. Thorlacius.
1) Sbr. 31. f.
2) Sbr. Fjölni, 7. ár, bls. 139—40, og 8. ár, bls. 83. — Minnisvarð-
’nn komst upp, stendur á legstað séra Tómasar í kirkjugarðinum á
Breiðabóistað í Fljótshlíð, prýddur upphleyptum myndum úr hvítum
ntarmara eftir H. V. Bissen.