Eimreiðin - 01.10.1926, Page 103
EIMREIÐIN
Páll Eggert Ólason: MENN OQ MENNTIR siðskiptaaldarinnar á
Islandi. IV. bindi. Rithöfundar. Reykjavík. Bókaverzlun Arsæls Arna-
sonar. 1926.
Þegar þriðja bindi Manna og mennta var lokið, hafði Páll Eggert
Olason skilizt svo við almenna sögu íslands á siðaskiftaöld, að fæst
I'mabil hennar voru jafnvel könnuð, en flest miður. Slarfsemi þjóðskör-
u"ga, frá Jóni Arasyni til Guðbrands biskups, var rækilega rakin, og
9rein ger fyrir efiingu konungsvalds miklu vandlegar en menn vissu áður
að segja. Nú bætir hann við lokabindinu, um ritstörf aldarinnar, og
er það þeirra allra mest að vöxtum, nálega 800 bls., að athugasemdum
°töldum og registri við alt verkið. En svo er frá efni gengið og svo
drjúgur nýr skerfur lagður fram til rannsókna, að telja má mikinn at-
burð í mentalífi voru, og má þá vænta þess, að lesendur Eimreiðarinnar
udsvirði eigi, þó að öllu meira rúmi verði varið til að geta þessarar
^ókar en vert myndi þykja, ef miðlungsritsmíð ætti í hlut.
Um bókmentasögu siðskiftaaldar eru miklu auðugri heimildir en næstu
hma þar á undan. Aður eru ókunnir höfundar flestra kvæða og rímna,
°9 þó að tilgreind sé nöfn á fáeinum skáldum, erum vér ekki miklu
I’sttari, því að mjög er oft óljóst, hvað eftir þau liggirr. En úr því að
kemur fram um 1500, og þó einkum þegar út dregur á öldina, verður
°ss kunnur fjöldi höfunda, sumir vel, aðrir síður, en nálega allir framar
en nafnið tómt. Rit þeirra, þau er vér höfum, eru heldur eigi lítil að
vöxtum, og má þó gera ráð fyrir að mjög margt sé týnt, einkum af kveð-
skap, enda stundum sannanlegt, að svo er. Líklega mun og allmargt vera
’d ófeðraðra kvæða, og jafnvel slæðingur þýddra sagna, sem engum en
e'9nað og heima á innan siðskiftaaldar, en torvelt mun, enn sem komið
er. að færa fullgildar sönnur á slíkt, og lítt sinnir P. E. 01. þvílíkum
fannsóknum. T. d. minnist hann hvergi á Odda-annála svokallaða, sem