Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 120
392
RITS]Á
EIMREIDIN'
Sölvi hefur og að minni hyggju veriö maður prýðilega gáfaður. Tilsvor
hans eru afar einkennileg og raupið mjög svo sérstætt. Reisupassi sá, er
hann falsaði handa sér, er merkilega kjarnvrtur — og ég hef séð blóma-
myndir eftir Sölva, sem bera vott um ótvíræða listhæfni.
Loks eru „Fjársjóðir, sem mölur og ryð geta ekki grandað", hugleið'
ingar og æfintýri. Þar fær lesandinn glegsta hugmynd um lífsskoðun höf-
undar. Þessi sjálfmentaða kona lítur heilbrigðum augum á lífið. Hún er
bjartsýn eins og æskumaður, en sér þó vel hætturnar, hefur þroskaða
ábyrgðar- og réttlætistilfinningu.
„Bókin mín“ ber frá upphafi til enda vott um sanna mentun höfundar.
SARÚNTALA eða TÝNDI HRINGURINN. Fornindversk saga í fe'
lenzkri þýðingu eftir Stgr. Thorsteinsson. Önnur útgáfa. Reykjavík. Ut-
gefandi: Axel Thorsteinsson. 1926.
Þessi fornindverska saga, sem hefur verið ófáanleg um alllangt árabil,
naut mikilla og almennra vinsælda. Hún hefur ekki að bjóða merkilegar
mannlýsingar, en hún opnar lesandanum litauðugan og skrúðmikinn
töfraheim indverskrar náttúru og indversks hugsanalífs. Þýðandanum hefur
tekist vel að ná hinum austræna slílblæ, og er málið á þýðingunni fagurt
og ljóðrænt. En auðsæ eru áhrifin frá meistaranum Sveinbirni Egilssym-
Einar Þorkelsson: FERFÆTLINGAR. Reykjavík. Prentsmiðjan Acta
MCMXXVI.
Fimm dýrasögur eru í bók þessari: Huppa, Gyrðir, Strútur, Skiona
og Skolla. Allar eru sögurnar sannar — og skáldsagnaform er ekki á
þeim. En þrátt fyrir það er bókmentagildi þeirra ótvírætt.
Höfundur lýsir sálarlífi dýranna ágæta vel. Hann er hvorttveggja í senn-
skarpskygn og getspakur. Hann er gersamlega Iaus við tilgerðarlega oS
væmna viðkvæmni, en hefur heitan og einlægan samhug með hinum
ómálgu vinum sínum. Honum tekst frábærilega að gefa oss !|°sa
hugmynd um lundarfar ferfætlinganna, einkum þeirra Gyrðis, Skjónu °9
Skollu. Þau hafa haft stórbrotin og sérstæð skapeigindi, verið merkarl
og lundfastari en flestir tvífættir.
Auðsætt er af sögum þessum, að höfundur er ekki einungis f®r um
að draga í fáum dráttum skýra mynd af dýrum, heldur og af mönnum-
Nægir að benda á Ara gamla í sögunni um Skjónu.
Málið á bókinni er hrein íslenzka og kjarnmikið. Orðaforði höfunda1"
er merkilega fjölskrúðugur, þótt fátt sé þar nýrra orða eða orðasam