Eimreiðin - 01.10.1926, Page 123
eimreiðin RITSJÁ 395
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA. VII. árgangur.
^innipeg 1925.
Síðastliðið sumar ferðaðist um landið íslenzk mentakona frá Vestur-
heimi, Þórstína Jackson að nafni, og flutti fyrirlestra um íslendinga
vestra. Þessi fyrirlestrarferð er einn af merkilegustu liðunum í sam-
bandssögu íslendinga vestan hafs og austan, þau rúm fimmtíu ár, sem
liðin eru síðan landar tóku að flykkjast héðan til þess að setjast að í
^esturheimi. Fáir munu hafa farið af fyrirlestrum þessum ósnortnir fyrir
aS®ti íslenzkrar landnámslundar, og mörgum mun hafa hlaupið kapp í
iíinn við að kynnast brautryðjendastarfi landans þar vestra og erfiðieik-
Um þeim, sem fyrstu íslenzku landnemarnir þar áttu við að stríða. Ann-
arhver maður á Islandi á vini eða ættingja í Vesturheimi, og þau eru
°mæld ósýnilegu tengslin, sem liggja þeirra í milli yfir höfin, bæði héð-
an og handan. En það er svo um þau tengsl eins og önnur, að þau
Þarfnast viðhalds og styrkingar. För ungfrú Jackson hingað til lands mun
^afa áft sinn góða þátt í að styrkja þau tengsl. Það er því einmitt nú
astæða fil að vona, að Isiendingar gefi meiri gaum en áður að þeirri
s,arfsemi, sem hafin er fyrir nokkrum árum vestra (og einnig hér heima)
þess að treysta sambandið milli Austur- og Vestur-íslendinga sem
bezf. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefur nú starfað í sjö ár,
°9 er tilgangur félagsins í stuttu máli þessi:
ó Að stuðla að því af fremsta megni, að íslendingar megi verða sem
beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi (þ. e. í Vesfurheimi).
Að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í Vesturheimi.
Að efla samúð og samvinnu milli íslendinga austan þafs og vestan.
Takmarki sínu hygst félagið að ná með ýmsum tækjum, meðal annars
með útgáfu tímaritsins, sem nú hefur komið út í sjö ár, oftast.vel úr
Sarði gert og vandað að efni. Tímaritið er það tækið, sem að beztu
haidi aetti að geta komið félaginu til þess að koma stefnuskrá sinni í
^amkvæmd, einkum að því er snertir 2. og 3. Iið hennar.
Um þenna sjöunda árgang tímaritsins skal ekki farið mörgum orðum,
Þar sem rúm leyfir slíkt ekki. Allur ytri frágangur er hinn prýðilegasti,
Prentun og þó einkum pappír betri en aiment gerist um íslenzk rit.
Efnið er fjölbreytt: Ritgerðir almenns og sérfræðilegs eðlis, sögur, kvæði,
®fintýri, stuttur sjónleikur, auk greinarinnar Sitt af hverju frá landnáms-
arunum, — með margvíslegum fróðleik um fyrstu íslenzku vesturfarana
°9 kjör þeirra, — og skýrslu um sjötta ársþing félagsins.
Meðal ritgerðanna er það einkum ein, sem er fróðleg fyrir Austur-