Eimreiðin - 01.01.1928, Blaðsíða 40
20
SKREIÐ
eimreiðin
ur, næringarmikill, saðsamur, þurfti litla matreiðslu og geymdist
vel, enda var engin matvara eins eftirsótt og í öðru eins upP'
áhaldi og skreiðin. Það sýna — auk þess kostnaðar og fyrir'
hafnar, sem lagt var í til að afla hennar — ýmsar þjóðsagnir oQ
þjóðtrú. Það var t. d. trú sumra manna, að ef ávalí væri til
á heimilinu hertur ufsi, þá yrði aldrei fisklaust; var ufsi suiti'
staðar geymdur í þessu skyni þar til hann hékk ekki lengur
saman sökum melátu og fúa. Það er nú að vísu svo, að a
meðan til er á heimili þó ekki sé nema einn ufsi, þá er það
ekki með öllu fisklaust. En þetta er ekki svo að skilja. Orðið
fiskur var einungis haft um hertan þorsk (sbr. fiskvirði). A
sama hátt var orðið korn haft um rúg, eins og sjá má af
gömlum ávísunarseðlum (bevísum). Einn þeirra hljóðaði svona:
„Hér með bið ég faktor N. N. á N. svo vel gjöra að hjálpa *) wer
um út í minn reikning svo sem 2 skeffur af korni, 1 skeffu af banka-
byggi, sitt pundið af hverju, 2 potta af brennivíni og 1 kút af kolum.
Dagsetning og undirskrift".
Útilegukörlunum upp í afdölunum og tröllunum á fjöllunum
og krökkum þeirra var ekki unt að veita meiri góðgerð en
að gefa þeim að smakka harðan fisk, sem svo var oftast
launað allríflega. Gamall og gildur bóndi legst á líkbörur til
þess að forða heimili sínu frá því að verða fisklaust (s)a
Þjóðs. J. Á.) og til er gamalt ýkjukvæði um tóbaksbauk (M»m
er baukur mæta þing). Lætur höfundur ýmsa auðmenn o3
höfðingja bjóða í baukinn, býsna mikið, en árangurslaust þ°-
Loks kveður hann sjálfur upp, hvað hann vill fá fyrir hann.
Er það vafalaust það, sem hann hefur talið eftirsóknarverðast
og dýrmætast af þessa heims gæðum, sem gengið geta kaup'
um og sölum, og er þetta:
„Hann á að kosta hafskip bezt,
heilfraktað af dölum,
Skálholtsstad og skreiðarlest
og Skák af tönn úr hvölum".
meðal annars, að engin önnur soðin matvæli eru nefnd soðning■ 02 3
fá í soðið merkir ávalt nýjan fisk, en ekki aðrar fæðutegundir.
1) Raunar átti maðurinn inni. „Sitt pundið af hverju“ þýddi: ha
sykur og kaffirót.