Eimreiðin - 01.01.1929, Blaðsíða 10
VI
EIMREIÐIN
p==--=^---------------------: ' ■----■■■■ —-------------
ÞETTA er fjórða árið, sem Eimr. flytur yfirlit helztu
ársviðburða. Mjög erfitt er að draga saman svo mikið
efni í stutt mál, en rúmið leyfir ekki nema örstutt yfir-
I lit. Kemur þá mjög til álita, hvað eigi að vinsa úr og
hverju eigi að hafna. Aðalverkið liggur í þessum sam-
drætti efnisins og í útvegun sem áreiðanlegastra heim-
ilda. Einn lesandi skrifar, að hann láti sér nægja að lesa
»Við þjóðveginn« til þess að fylgjast með því, sem gerist
í heiminum. Hann er önnum kafinn allan ársins hring.
Smámsaman krefjast lesendur meira samræmis og heild-
arsvips í fréttaskýrslum en áður. Annir nútíðarmannsins
eru svo miklar, að hann hefur ekki mikinn tíma afgangs
til lestrar. Sundurlausar símfregnir og greinir af handa-
hófi kemur honum ekki að notum. Fréttastíllinn í blaða-
mensku nútímans er sífelt að færast í stuttorðara, hnit-
miðaðra og heildarlegra form.
ÞUSUND ára hátíð alþingis nálgast óðum. Innan um
ósamhljóða ráðabrugg um fyrirkomulag og framkvæmdir
hafa fyrir löngu heyrst hreinir
tónar ættjarðarástar í tilefni
þessa merkisviðburðar. Skáldin
slá hörpur sínar og hugsjóna-
mennina dreymir um þjóðar-
vakningu. Aðrir ypta öxlum
og Iáta sér fátt um finnast.
Skáldið Gunnar Gunnarsson
bregður upp þeirri hugsjón í
kvæði sínu Lögberg, að jóá sé
útlegð íslendingsins fyrst j
lokið til fulls, »er aftur rís | upp
alþing vort á fornri grund á ný |
og hljóma íslenzk lög frá Lög-
bergs hæð i með tign og göfgi
aftur«. Hugsjónin á fjölda fylgjenda um land alt. Kvæðið
er frumort á dönsku fyrir eitt af blöðum Dana, en höf-
undurinn hefur leyft Eimr. að birta kvæðið á íslandi.
]akob ]óh. Smári hefur annast þýðinguna, en um hana
farast höfundinum sjálfum þannig orð í bréfi til ritstjóra
þessa tímarits: »Þýðingin er ágæt. — Það gladdi mig
að sjá kvæðið í svo góðum íslenzkum búningi*. —
Gunnar Gunnarsson er nú með vinsælustu rithöfundum
á Norðurlöndum, einn þeirra »17 ódauðlegu«, sem valdir