Eimreiðin - 01.01.1929, Blaðsíða 98
78
HALLGRÍMUR
eimreiðin
Ég spurði, hvernig það hefði afvikast. En ég fékk engin
greinileg svör.
— ]á ... þetta er Ijóta hjátrúin? sagði ég við sjálfan mig.
— Þér skuluð ekki vera að segja Bjarna neitt um þetta,
sagði húsfreyja. Honum kynni að verða órótt út af því.
Ég lofaði því.
— Hallgrími er ekkert vel við Bjarna, sagði hún þá.
— Hvers vegna?
— Það veit ég ekki. Ég veit ekkert um Bjarna, hef aldrei
séð hann, né heyrt um hann getið, fyr en þið komuð í gær-
kveldi. En það er eins og þeim hafi farið eitthvað á milli.
Nú fanst mér, að nóg mundi komið af þessu hjátrúar-
skrafi. Húsfreyjan var auðsjáanlega allra-bezta kona. En hún
hefði getað gert menn bandvitlausa, fanst mér. Svo að ég
fór að herða á Bjarna að komast af stað. Við kvöddum hús-
freyju með virktum og þökkuðum henni fyrir ágætan beina.
— Quð veri með ykkur, sagði hún að skilnaði.
Svo hvíslaði hún þessu að mér, og lét Bjarna ekki heyra það'
— Vkkur veitir ekki af því að hafa hann með ykkur. Þið
hafið förunaut, og ég vildi ekki verða honum samferða, hvað
sem í boði væri.
— Hún skal ekki gera mig vitlausan, sagði ég við sjálfan mig.
En ef sólskinið hefði ekki verið svo glatt þá stundina, þá
hefði mig hrylt við að leggja upp á heiðina.
II.
Við fengum sólskin upp heiðarbrekkurnar. Það glitraðr
glæsilega og kuldalega á hjarninu, sem lá yfir alt, með linari
sköflum hér og þar. Bakkinn í norðrinu var heldur að ýfastf
og nöpur norðangola straukst um andlitin á okkur. En við
gengum okkur til hita.
Bjarni dró sleðann sinn dauflegur og þegjandalegur. Þegaf
ég yrti á hann, svaraði hann sem allra-styzt.
Ég var þessu vanur með köflum. Stundum fékst ekki orð
úr honum. En svo var eins og hann fengi köst af skrafhreifn*
þess í milli. Ég skýrði þetta svo, sem hann væri nokkuð
dutlungasamur. En stundum fanst mér, að þetta mundi eiga
dýpri rætur — maðurinn væri þunglyndur, og að honum veitti