Eimreiðin - 01.01.1929, Blaðsíða 56
36
SEÐLAMÁL BRETA
EIMRIEÐIN
og viðskiftamálum. Reynsla þeirra er aldagömul, og hefur
þeim jafnan tekist giftusamlega að leysa vandamálin. Má gera
ráð fyrir, að ýmsum þyki fróðlegt að kynnast, hvaða leið þeir
hafa farið í seðlamálinu, og verður því hér í stuttu máli skýrt
frá undirbúningi þess og afdrifum. Til glöggvunar verður fyrst
sagt nokkuð frá seðlaskipuninni, eins og hún var fyrir heims-
ófriðinn.
I.
Lögin um Englandsbanka eru frá 1844, og sú skipun, er
þá var gerð á seðlaútgáfunni, stóð óhögguð þar til heims-
styrjöldin skall á. A því ári, er lögin voru sett, varð bankinn
150 ára, og hafði hann á undanfarinni æfi tekið mörgum og
miklum stakkaskiftum.
í byrjun 19. aldarinnar voru viðfangsefni Breta í peninga-
málum mjög svipuð þeim, sem menn hafa glímt við undan-
farin ár í flestum löndum álfunnar. Napoleons-styrjaldirnar
höfðu í för með sér hækkandi verðlag, stóraukna seðlaútgáfu
og fallandi gjaldeyrisgengi. Peningamálin voru því rædd og
rannsökuð af miklu kappi. Kom þá fram margt nýtt og mikil-
vægt í þeim málum, en lengst mun þó minst rannsóknar og
niðurstöðu hinnar svonefndu myntr.efndar, er skilaði áliti sínu
1810. Má telja, að niðurstaða nefndarinnar sé í aðalatriðum
sígild, og á henni eru bygðir meginþættirnir í lögunum frá
1844. Hinn alkunni hagfræðingur David Ricardo hafði skömmu
áður birt rit sitt um gullmynt og seðla, og studdist nefndin
við skoðanir hans. Það var álit nefndarinnar, að ástæðan til
þess, að seðlarnir væru orðnir verðminni en gullmynt, væri
sú, að ofmikið hefði verið gefið út af seðlum. Englandsbanka
hafði verið bannað að innleysa seðla sína með gulli, og var
því tillaga nefndarinnar, að bankinn væri látinn taka upp
gullinnlausn á seðlunum og væri honum veittur tiltekinn frest-
ur til þess að koma gullinnlausninni í framkvæmd. Þetta þótti
þá nýstárleg afstaða í málinu, og mætti álit nefndarinnar mikl-
um andmælum, bæði utan þings og innan. Stjórn Englands-
banka hélt því fram, að það mundi engin áhrif hafa á gjald-
eyrisgengið, þótt seðlunum væri fækkað. Þegar til úrslita kom
í þinginu um tillögu nefndarinnar, var hún feld og samþykt