Eimreiðin - 01.01.1929, Blaðsíða 84
Í4
FRÁ SÓLEVJUM
eimreiðiN
Klukkan 8 um morguninn erum við í Nagoya. Við hristum
af okkur rykið, förum í sparifötin og búum okkur, eins oð
bezt má verða, undir þenna eina dag — í ]apan.
Ekki þarf að efast um, að ég var velkominn gestur á heimili
séra Octavíusar. Höfðu þau hjónin frá mörgu að spyrja eftir
5 ár »í útlegð«, enda bar ég þeim bréf og kveðjur frá ætt'
ingjum og vinum í Ameríku. — Nokkru seinna ókum við úr
hlaði, lét bifreiðin fáa akfæra vegi í borginni eftir skilda, oð
gaf sig ekki fyr en langt úti í sveit. Öllu veitum við eftirtekt,
heimsækjum merka staði og miður merka, og spyrjum séra
Octavíus um alt hugsanlegt. —
. Til Kína er ferðinni heitið. Og nú erum við komnir inn >
»anddyrið«. Bendir alt til þess: Húsagerð, klæðaburður, mat-
aræði, mál og menning, en fólkið þó fyrst og fremst.
japanar er^mjög lágir á velli; er meðalhæð karla 158 cm-
(meðalhæð íslendinga er 171 cm.), en kvenna aðeins
148 cm. Þeir eru grannir og mikil snyrtimenni. Hárið or
venjulega hrafnsvart, strítt og sljett, eins og á Kínverjum-
Laglegri eru þeir en Mongólar yfirleitt, og er hörundsliturinn
allhvítur. Margir semja þeir sig mjög að siðum hvítra manna.
þó er alþýðan allfastheldin. Kvenbúningurinn japanski er afar
einkennilegur, en ekki ólaglegur, þegar maður venst honum-
Kjólarnir eru oft allavega skjóttir. Mittisbandið er afarbreitt oS
eru fimm mjórri bönd notuð til að reyra það á sig; það er
hnýtt á mjóhryggnum, en hnúturinn svo fyrirferðarmikill, að
mest líkist svæfli. Hárið er prýðilega sett upp, en altof fyrir/
ferðarmikið og gljásvart. Japanar eru óvenjulega hæversk>r
og eru að því leyti Frakkar Austurálfunnar, þó nokkuð séu
þeir yfirborðslegir. Þeir eru samvinnuþýðir og lipurmenni-
Áhlaupamenn eru þeir miklir, en miður útheldnir. Hviklyndir
eru þeir og litlu orðheldnari en Kínverjar.
Við vorum boðin til tedrykkju á japönsku heimili. Kemnr
sér vel, að síra Octavíus er vel að sér í málinu og kann allar
reglur kurteisinnar.
Hér er hvorki forstofa né langur gangur. Skóna setur
maður af sér fram við anddyrið. Gólfið er upphækkaðuri
tveggja þrepa hár pallur. Á því eru haglega ofnar hálm'
ábreiður. Ekki eru stólar, borð né önnur húsgögn sjáanleð-
Maður bregður undir sig fótunum og situr á gólfinu og býr
þar um bólið sitt á kvöldin.
Byggingarlag hofanna í Japan og »pagódanna« er alkíu'
verskt, og íbúðarhúsin bera mjög keim af kínverskri húsa'
gerð. Þau eru venjulega bygð úr timbri, lág og lítil og ligSÍ3
laus ofan á grunninum, nema hvað stærstu stoðirnar ná eitt'