Eimreiðin - 01.01.1929, Blaðsíða 88
68
FRÁ SÓLEVJUM
EIMREIDlN
til beggja hliða. Samferðafólkið flest tekur,af sér skóna 03
kreppir fæturna undir sig upp á bekknum. Ég sit við glugg-
ann, sem að sundinu snýr og horfi á skógi klæddar eyjarnar
og litlu, einkennilegu seglbátana og háu hlíðarnar fyrir ofan
okkur, og fólkið, sem ekur og gengur á veginum fram með
járnbrautinni.
Því er ekki að fagna, að þessi lest fari nú með okkur alla
leið til Nagasaki. Hóbe er á aðaleynni, Hondo, en Nagasaki
á Kiushu, sem er syðst japönsku eyjanna. Þangað er hæg*
að komast með ferju. En ég var hræddur um. að ég tæki ef
til vildi ekki rétta ferju, því þar var fjöldi skipa. Og hinum-
megin við sundið gat vel verið, að ég lenti í einhverri lest,
sem svo færi með mig í þveröfuga átt. Engan hitti ég, er skildi
ensku né þýzku og gæti leiðbeint mér. Eina úrræðið var að
tönnlast á Nagasaki, Nagasaki.
Og til Nagasaki kom ég í tæka tíð. Ég kom síðastur manna
um borð á ferjuna, sem flutti fólk út í »Empress of Russia«.
og 25 mínútum seinna vorum við á leið til Kína. Félögum
mínum um borð þótti sem hefðu þeir mig úr helju heimtan
og voru engu minna glaðir yfir leikslokunum en ég.
Ég gisti ]apan aftur sumarið 1927. Við lögðum af stað frá
Shanghai 9. maí, með japönsku eimskipi. Leið okkur eins
vel á þriðja farrými eins og nokkrum getur liðið á fyrsta,
enda voru farþegar fáir og veður indælt. Og svo er líka
þriðja farrými, bæði í járnbrautarlestunum og á eimskipum >
Japan ólíku betra en maður á að venjast á Norðurlöndum-
— Frá Nagasaki, þeim hafnarbænum í Japan, sem næstur
er Kína, er ekki nema 5 klukkustunda akstur með hraðles*
til Kurume. Og til Kurume komum við um kvöldið 20. maí-
Fjölmargir útlendingar koma til hafnarbæjanna í Kína oS
Japan, en tiltölulega fáir fara inn í landið. Hafnarbæirnir eru
eins og hálfopnar dyr, sem margt fólk stendur fyrir utan-
Vilji maður kynnast landinu og þjóðinni, verður maður að
fara innfyrir »dyrnar«, inn í landið, upp í sveitirnar. Og uú
eigum við kost á því. Með eimreiðarhraða þjótum við »mót
fjallahlíðum háum«, inn fyrir fjarðarbotninn, inn breið og frjó'
söm daladrög, inn á milli fjallanna.
Sex ár eru nú liðin síðan ég var hér í fyrra skiftið. Kemui"
manni margt kunnuglega fyrir sjónir eftir dvölina í Kína-
Hvorki nýmenning né lítilsvirðing Japana í garð Kínverja
hafa getað breitt yfir hin mörgu og miklu vegsummerki
fornkínverskra menningaráhrifa. — Námfúsir hafa Japanaf
verið, bæði fyr og síðar, og fádæma framkvæmdasamir. E1}
þá hlýtur að skorta frumleik og sæmilega fastheldni. Fyr 3
tímum námu þeir trúarbrögð, siðfræði, bókmentir, ritlist, húsa-