Eimreiðin - 01.01.1929, Blaðsíða 16
XII
EIMREIÐIN
.MEÐ þessu hejrti er lokið grein dr. Richards Becks
um bókmentaiðju Islendinga í Vesturheimi. Greinin varð
lengri en í fyrstu var til ætlast. En efnið reyndist svo
víðtækt, þegar höf. fór að kynna sér það, að hjá þessu
varð ekki komist. Heimildir sínar sótti höf. mestmegnis
í íslenzka bókasafnið við Cornell-háskólann í Ithaca, og
dvaldi þar um tíma í sumar til að rannsaka þessi efni,
en þar er að finna öll blöðin, tímaritin og nálega allar
ljóðabækurnar, sem minst er á í ritgerð hans. »Vona
ég aðeins, að ritgerðin veki á Íslandi meiri athygli á
bókmentum íslendinga vestra en verið hefur«, ritar
höfundurinn.
EINHVER víðförlasti íslendingur, sem nú er uppi,
er Ólafur Ólafsson kristniboði. Hann hefur dvalið í
Kína sex ár samfleytt og ferð-
ast alla leið í kringum hnöttinn.
Hann hefur kynst siðum og
háttum ]apana og Kínverja bet-
ur af eigin sjón og reynd en
nokkur annar íslendingur, og
er vel að sér í kínverskri tungu.
Hann er mikill áhugamaður í
starfi sínu, enda býst hann við ,
að leggja innan skamms aftur j
af stað til Austurlanda í kristni-
boðserindum, og hlakkar til, að
því er hann sjálfur segir, að
hefja starfið að nýju meðal
vina sinna þar austur frá.
SÍÐUSTU árin hefur sú spurning oft heyrst fram
borin í viðræðum manna í milli, hvort Einar H. Kvaran
væri hættur að rita skáldsögur. Menn hafa beðið með
óþreyju eftir sögu frá þessum vinsæla og þjóðkunna
höfundi. Síðari hlutinn af Sögum Rannveigar kom út
árið 1922, og síðan hafa aðeins þrjár nýjar smásögur
birzt eftir hann: Sigríður á Bústöðum, Móri og síðast
Reykur, í Eimreiðinni í fyrra. Einar H. Kvaran er þó
hvergi nærri hættur skáldsagnagerð, þó að hann hafi
mikilvægum hugðarefnum öðrum að sinna. Sagan, sem
hefst í þessu hefti, sameinar öll þau einkenni, sem mest
hefur orðið vart í skáldskap hans, síðan hugur hans
Ólafur Ólafsson.