Eimreiðin - 01.01.1929, Page 12
VIII
EIMREIÐIN
voru með almennri atkvæðagreiðslu, er blaðið »Politi-
í kenc gekst fyrir meðal lesenda sinna, til þess heiðurs
að teljast fremstir rithöfundar í Danmörku. Bækur allra
þessara seytján rithöfunda gefur Gyldendals-forlag út.
í fyrra hafði það gefið út 193.850 eintök af ritum
Gunnars. Það er meira en forlagið hefur gefið út eftir
nokkurn hinna, að undanteknum þeim ]eppe Aakjær,
Johs. V. Jensen, Johs. Jörgensen og H. Pontoppidan.
Bækur Gunnars hafa sumar verið þýddar bæði á þýzku
og fleiri mál.
ER guðfræðideild háskólans í hnappheldu? Annars-
vegar er úrelt reglugerð, sem kennurunum er gert að
skyldu að fylgja, og hins vegar
of lítill tími til að afla nemend-
unum hagrænnar þekkingar á
vandamálum nútímans. Ragnar
E. Kvaran, áður prestur Sam-
bandssafnaðar í Winnipeg, tek-
ur þetta efni til íhugunar í rit-
gerð sinni um nám guðfræðinga,
sem er samin í október síðast-
liðnum. Hann kveðst hafa gert
þá raunalegu uppgötvun, þegar
hann átti að fara að taka til
starfa við prestsskapinn, að hann
væri »mentunarlaus maður«.
Hreinskilni hins heiðraða höfundar er ótvíræð. Vér, sem
höfum notið kenslu guðfræðideildarinnar og lokið þar
prófi, án þess þó að gerast prestar, getum sjálfsagt
verið höf. sammála um, að of mikill hluti námstímans
fari í að átta sig á sgyðinglegum siðum og hugmyndum*.
En gera má ráð fyrir, þó að vér vitum það ekki, að
ekki hafi allir þeir, sem gengið hafa út í prestsstarfið
úr guðfræðideildinni, sömu sögu að segja og höf. af
reynslu sinni í starfinu, og ennfremur, að »Hundrað
hugvekjur eftir íslenzka kennimenn* sé ekki óyggjandi
mælir á gróðrarmagnið í boðskap íslenzku kirkjunnar.
Endurbætur á námstilhögun guðfræðideildarinnar var
eitt af áhugamálum hins víðsýna og ágæta kennara
guðfræðideildarinnar, Haralds Níelssonar, síðustu árin
sem hann lifði. Málið er mikilvægt og krefst nákvæmrar
athugunar og farsællegrar lausnar. Það er vel, að sem
Ragnar E. Kvaran.