Eimreiðin - 01.01.1929, Síða 14
X
EIMREIÐIN
fléstir guðfræðingar, sem út í prestsstarfið hafa gengið,
láti uppi álit sitt um það, á hvern hátt þeim endurbót-
um yrði bezt komið í verl-c og um reynslu sína yfirleitt
í þessum málum. Eimreiðin vill því veita slíkum umræð-
um rúm, eftir því sem stærð hennar leyfir.
EINN af bankastjórum Landsbankans ritar um seðla-
mál Breta í þetta hefti Eimreiðar. Stýfing, lággengi, há-
gengi, seðlaútgáfa og verðfesting
krónunnar eru orð, sem mikið
hafa hljómað í eyrum almennings
síðustu árin. En þekkingin á
þessum og öðrum hagfræðileg-
um hugtökum er eins og óskapn-
aður í heilum margra, enda er
slikt engin furða um jafnflókin
og vandasöm efni. Höfundur
greinarinnar sýnir, hvernig fjár-
málamenn Breta hafa hagað sér
við að koma skipulagi á seðla-
mál sín, en það skipulag er um
leið fyrirmyndin, sem fjöldi ann-
ara þjóða fer eftir að meiru eða minna leyti.
Georg Ólafsson
VNGRI skáldin sækja fram um þessar mundir. Einn
úr þeim hópi er ]óhannes úr Kötlum. Frumsmíð hans
er ljóðabókin »Bí, bí og blaka«, sem út kom árið 1926.
Síðan hafa oft birzt eftir hann kvæði og sögur í blöð-
um og tímaritum. Tvö kvæði
hafa áður birzt eftir hann í
Eimreið. Nýlega hefur hann
vakið á sér athygli, er hann
hlaut 2. verðlaun í samkepninni
um kantötusmíðina undir þúsund
ára hátíðina 1930. Hann leggur
einkum stund á að yrkja undir
dýrum háttum, svo sem þegar
mátti sjá á Háttalykli hans í fyr-
nefndri ljóðabók, og kemur sama
einnig fram í þeim tveim smá-
]óhannes úr Kötlum. kvæðum, sem hann á í þessu hefti.