Eimreiðin - 01.01.1929, Síða 26
6
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
deilum. Bæði þessar tillögur nefndarinnar og aðrar fleiri voru
lagðar fyrir annað þing fulltrúanna 4. júlí síðastl., og voru
þar mættir 25 fulltrúar fyrir hvorn aðilja, verkamenn og vinnu-
veitendur. A þessu þingi vakti ræða verkamannaforingjans
Ben Turners mesta eftirtekt. Meðal annars fórust honum orð
R„*a Turnpr. á Þessa leið: »^9 vil benda á, að tilraunir
' þær, sem vér hófum fyrir sex mánuðum síðan,
hafa vakið mikla athygli um allan hinn siðaða heim. En þær
hafa líka orðið deiluefni, bæði meðal vinnuveitenda og verka-
manna. Mér og félögum mínum hefur verið borið á brýn, að
við værum að hjálpa til að rétta auðvaldið við, sem annars
sé í dauðateygjunum. Þessi úreltu glamuryrði hafa verið látin
dynja á oss með ódæma frekju. Þó vil ég leyfa mér að segja
það, að þeir, sem þannig eru svívirtir, hafa árum saman bar-
ist fyrir viðreisn verkamanna og -kvenna og reynt að fjarlægja
verkalýðinn böli fátæktar og atvinnuleysis. Vér, sem þannig
erum svívirtir bæði í ræðum, riti og dráttmyndum, getum
huggað oss við það, að aðrir oss meiri hafa mætt enn þyngri
smán, fyrir það eitt að fylgja því, sem þeir álitu rétt og satt.
Á hinn bóginn eru miljónir verkamanna, sem vona, að fundir
þessir megi koma hinni stórfeldu tilraun sinni í framkvæmd
um að rétta við iðnaðinn og bæta lífsskilyrði þjóðarinnar. —
— Vinnudeilur stoða ekki neitt. Eg hef fengið orð í eyra
fyrir þá skoðun mína, sem er óbreytt, að verkbönn og verk-
föll séu skaðlpg, og að þetta beri að 'forðast, sé það unt án
vansæmdar. Ég samþykki aldrei hin margtugðu stóryrði, um
að oss beri að berjast, berjast, berjast án tillits til sigurs,
ósigurs eða heilbrigðrar skynsemi«.
Margir aðrir fundarmenn töluðu með tillögunum, en Cook,
ritari námumanna, hélt hvassyrta ræðu gegn þeim á fundinum
og réðst síðan á þær aftur, bæði í ræðu og riti, eftir að til-
lögurnar um stofnun iðnráðsins höfðu verið lagðar fyrir verka-
lýðsfélögin og tvö félög atvinnuveitenda til samþyktar. Sam-
bandsþing verkalýðsfélaganna ensku var haldið í síðastliðnum
september, og lauk atkvæðagreiðslunni um tillögurnar þannig
hjá verkalýðsfélögunum, að þær voru samþyktar með 3.075.000
atkvæðum gegn 566.000 atkvæðum. Þá var það og felt með
miklum atkvæðamun að taka upp samvinnu við rússnesk verka-
lýðsfélög. Þannig hefur friðarstefnan sigrað, að minsta kosti
um stundarsakir, í viðskiftum verkamanna og iðnrekenda
Englands, en annars eru umbótatillögur þær, sem þegar hafa
náð fram að ganga, aðeins byrjun að margbrotinni umbóta-
starfsemi og rannsóknum, sem fulltrúanefndinni fyrnefndu er
ætlað að hafa með höndum. Enda er ekki vanþörf á um-
bótum, því atvinnuleysi hefur verið meira árið sem leið í